Lagið

Það hlaut að koma að þessu.Lagið "Þorkell" með hljómsveitinni Mammút. Mammút eru með myspace síðu hér. Hlustið endilega á lagið "Þorkell".

Eyþór

Aumingja Eyþór Arnalds. Það á ekki af honum að ganga. En hann getur sjálfum sér um kennt. Hér eru nokkrar ódýrar:Eftir standa orðin tómí Árborg íhaldsþynnka.Bakkus gamli getur dóm-greind hjá mönnum minnkað.Óminnishegri heitir sáer hyggjuviti stelur.Auðmjúkur af eftirsjánú Eyþór fer í felur.Brotið gler og boginn staurBifreiðinni bóta vant.Gæfulaus er á þér gaur-agangur gamli músíkant.Úr Árborginni á ögurstundEyþór burt er floginn.Ákvað flokksins eftir fundað fara inn á Voginn.

Næstum því hjólað í vinnuna

Þó svo mér leiðist svolítið svona "þjóðarátök" eins og ryðja sér stundum rúms, eins og t.d. fjölskylduna í öndvegi og Ísland á iði, þá verð ég að éta það ofan í mig að ég ákvað á dögunum að verða mér úti um reiðhjól til að hjóla í vinnuna í sumar. Þar sem ég hef nú ekki verið þekktur fyrir hlutskerpu í hjólreiðum hingað til, þá er mér nokk sama um á hvaða járnarusli ég hökti í vinnuna, svo lengi sem það er á tveimur hjólum. Þannig að brugðið var á það ráð í vikunni að fá lánað Trek Antilope reiðhjólið sem Þóra brúkaði frá 10 ára aldri fram að 10. bekk (eða svo gott sem). Fór ég hróðugur með (mjög svo stelpulega) reiðhjólið á næstu bensínstöð Olíuverzlunar Íslands og dældi lofti í dekkin. Allt annað virtist nú virka, þannig að ég var ekki mikið að eiga við fákinn.Morguninn eftir var komið að því að sannreyna fákinn og bruna á honum í vinnuna. Ég sendi Þóru í sína vinnu á bílnum, fullviss um það að nú tæki það mig álíka langan tíma að hjóla frá mínu heimili að Drápuhlíð 44 í vinnuna í Borgartúni. Þegar á Hólminn var komið var allur vindur úr dekkjafjöndunum. Það er semsé annaðhvort gat á slöngunni eða lekur meðfram ventli. Niðurstaðan var því sú að okkar maður spígsporaði bísperrtur í vinnuna með þeim afleiðingum að hann ætlar að læra betur á gönguljós Reykjavíkurborgar. Ég segi ekki meira en það.Þannig endaði hjólreiðaátak mitt...í bili. Það er aldrei að vita nema maður skelli bótum á slöngurnar.P.s. mér finnst eins og að reiðhjólahnakkar hafi verið stærri í den tid.

Sveitastjórnarkosningar á Djúpavogi

Listarnir í minni heimabyggð, Djúpavogshreppi.N-Nýlistinn 1. Andrés Skúlason, Borgarland 15, forstöðumaður 2. Albert Jensson, Kápugil, kennari 3. Tryggvi Gunnlaugsson, Hlíð 2, útgerðarmaður 4. Sigurður Ágúst Jónsson, Borgarland 14, sjómaður 5. Þórdís Sigurðardóttir, Borgarland 26, leikskólastjóri 6. Sóley Dögg Birgisdóttir, Hamrar 12, umboðsmaður VÍS 7. Bryndís Reynisdóttir, Hlíð 13, nemi 8. Claudía Trinindad Gomez Vides, Vogaland 1, verkakona 9. Hafliði Sævarsson, Eiríksstaðir, bóndi 10. Elísabet Guðmundsdóttir, Steinar 15, bókariL-Framtíðarlistinn 1. Guðmundur Valur Gunnarsson, Lindarbrekka, bóndi 2. Brynjólfur Einarsson, Brekka 5, laxeldismaður 3. Særún Björg Jónsdóttir, Borgarland 22a, afgreiðslustúlka 4. Bjarney Birgitta Ríkarðsdóttir, Varða 19, stuðningsfulltrúi 5. Guðmundur Kristinsson, Þvottá, bóndi 6. Klara Bjarnadóttir, Borgarland 12, afgreiðslukona 7. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Steinar 9, forstöðukona 8. Stefán Þór Kjartansson, Hlíð 15, stýrimaður 9. Ragnar Eiðsson, Bragðavellir, bóndi 10. Njáll Reynisson, Hlíð 13, nemiLítill fugl hvíslaði því að mér að Björn Hafþór Guðmundsson, hinn ágæti núverandi sveitastjóri myndi ekki gefa kost á sér áfram sem sveitastjóri. Þykir mér það miður, enda góður drengur þar á ferð. Það er spurning hvað gerist, hvort að Valur á Lindarbrekku og Andrés Skúla berjist þarna um sveitastjórasætið. Ég á nú síður von á því. Það væri samt gaman ef annar hvor þeirra gæfi út þá yfirlýsingu að sókn þeirra væri að embættinu.Djúpivogur er frekar lítið bæjarfélag. Íbúafjöldi í hreppnum var 458 í desember síðastliðnum og virðist heldur vera að fækka þar á bæ. Listarnir tveir bera svolítinn vott um það. Við skulum skoða aðeins venslin þarna á milli.-N4: Sigurður Ágúst Jónsson og L3: Særún Björg Jónsdóttir eru systkini.-N7: Bryndís Reynisdóttir og L10: Njáll Reynisson eru systkini. Ekki nóg með það, heldur eru þau tveir liðir í þríburum.Svona mætti telja áfram. Það er eitthvað um mága, svila og mikil vensl fólks á milli. Þetta er eins og á Sturlungaöld. Bræður og mágar börðust fylkinga á milli. Á báðum listunum eru reynsluboltar í bransanum, en þess á milli grænjaxlar.Ég man það vel að árið 2001 lofaði ég Má Karlssyni og Ágústi Bogasyni að koma einn daginn og taka mér sæti á sveitastjórastólnum. Þeir sögðu mér að ég gæti treyst á atkvæði þeirra, enda voru þar flokksbræður á ferð á landsvísu. Kannski maður fari eftir 4 ár og taki þetta með stæl.Sveitastjórnarkosningar snúast yfirleitt um fólk en ekki flokka og er Djúpivogur engin undantekning. Ég er viss um að þessir flokkar eru keimlíkir í stefnumálum sínum. Ég hefði persónulega viljað sjá Bigga innheimtufulltrúa/tæknistjóra þarna og Kristján Ingimarsson. Sóley Dögg mætti einnig vera ofar á þessum lista. Guðmundur á Þvottá á einnig að sjálfssögðu að vera efstur á listanum, með fullri virðingu fyrir Val á Lindarbrekku.Mitt atkvæði myndi sennilega fá Andrés Skúlason. Þó ég sé ekki alltaf sammála honum og þó það sé stundum rembingur í kallinum, þá er áhugi hans, eldmóður, reynsla, dugnaður og kraftur honum mikið til framdráttar. Hann er líka Borgfirðingur. Það segir meira en mörg orðin. Ég ætla að biðja hann um að muna orð mín þegar við hjá ParX förum að selja Djúpavogshreppi þjónustu okkar. Nei, annars. Útsvarspróstentan þarf að vera hærri ;).

Lagatexti vikunnar: Alein með sjálfri mér

Lagatexti vikunnar er mjög slæmur. Það er lagið All by myself, sem Celine Dion gerði svo frægt hér um árið. Lag og texti er upphaflega eftir Eric nokkurn Carmen.Þegar ég var ungÞá þurfti ég aldrei á neinum að haldaog ástarleikir voru eingöngu til skemmtunar.Þeir dagar eru liðnir.Búandi einhugsa ég um alla vinina sem ég hef þekkt.Þegar ég hringiþá er enginn heima.Alein með sjálfri mér.Ég vil ekki veraalein með sjálfri mérlengur.Erfitt að vera vissstundum finnst mér ég vera svo óöruggog ástin svo fjarlæg og huliner lækningin.Alein með sjálfri mér.Ég vil ekki veraalein með sjálfri mérlengur.Alein með sjálfri mér.Ég vil ekki lifaalein með sjálfri mérlengur.************************************When I was young
I never needed anyone
And making love was just for fun
Those days are gone
Livin' alone
I think of all the friends I've known
When I dial the telephone
Nobody's home
All by myself
Don't wanna be
All by myself
Anymore
Hard to be sure
Sometimes I feel so insecure
And loves so distant and obscure
Remains the cure
All by myself
Don't wanna be
All by myself
Anymore
All by myself
Don't wanna live
All by myself
Anymore


Til hamingju elskan

Þóra, mín fagra kærasta og sambýliskona á afmæli í dag. Kallinn var nú nettur á því og færði henni morgunmat í rúmið, eina bleika rós og Fréttablaðið. Það vildi nefnilega svo til að blaðberanum í hverfinu tókst loksins að koma blaðinu til okkar áður en við vorum farin í vinnu.Það eiga nokkrir frægir afmæli sama dag.Craig David, söngvari er 25 ára.John Rhys-Davies, sá sem lék Gimli í LOTR er 62 áraMichael Palin úr Monty Python er 62 ára.Karl Marx, einn af frumkvöðlum félagsfræðinnar, fæddist þennan dag árið 1818.Taylor Ann Hasselhoff, dóttir David Hasselhoff er 16 ára.Ian McCullogh, Gítarleikari Echo & the Bunnymen er 47 ára.Jay Bothroyd, knattspyrnumaður hjá Charlton Athletic er 24 ára.Til hamingju Þóra með kvartaldarafmælið.

Verslunarveikin

Í útvarpinu á leiðinni í vinnuna í morgun heyrði ég einhverja konu vera að tala um tvo nýskilgreinda sjúkdóma, kaupæði og kaupgleði. Konan (spurning hver staðan er á VISA kortinu hennar) staðhæfði að um fíkn gæti verið að ræða og karlar jafnt sem konur geti lent í því að vera með kaupæði. Væri það þó algengara hjá konum.Er þetta nú akkúrat það sem við þurftum? Verið að gera úr því skóna að einn af breyskleikum mannskepnunar, að eyða umfram það sem hún aflar, sé í raun sjúkdómur svipað og spilafíkn og nú síðast framhjáhald. Ég man vel eftir hárgreiðslumanninum framan á Séð og heyrt. Eftir honum voru höfð þau fleygu orð "Lenti í framhjáhaldi". Ég sé þetta alveg fyrir mér að einhver semi-fræg manneskja verði á næstu misserum framan á einhverjum slúðurblaðana, Jónína Jónsdóttir (25) "Lenti í kaupæði".

Til hamingju mamma

Móðir mín á afmæli í dag. Aldurinn ætla ég ekki að birta að henni forspurði...og já ég veit alveg hvað hún er gömul, þetta er ekki afsökun.Í afmælisgjöf frá mér fær hún...brandara - frumsaminn.Here goes...Öll þekkjum við sem grúskum í tölvum skilaboðin sem koma þegar maður er að setja forrit upp á vélinni hjá sér. Það kallast oftast End user license agreement. Þetta eru skilmálar og lagalegar skilgreiningar vegna forritsins. Ef að við værum að setja upp hommaforrit, kæmi þá ekki upp Rear-end user license agreement?./boooooÞessi fer beint inná www.worldsworstjokes.com

Jarðaberjatún að eilífu

Leyfðu mér að ná þér niður, því ég er á leiðinni til Jarðaberjatúnaekkert er raunverulegt og ekkert til að vera leiður yfir.Jarðaberjatún að eilífu.Það er einfalt að lifa með lokuð augun, að misskilja allt sem þú sérð.Það verður síerfiðara að vera einhver, en það gengur allt upp, það skiptir mig ekki miklu máli.Leyfðu mér að ná þér niður, því ég er á leiðinni til Jarðaberjatúnaekkert er raunverulegt og ekkert til að vera leiður yfir.Jarðaberjatún að eilífu.Ég held að enginn sé í trénu mínu, ég meina það hlýtur að vera hátt eða lágt.Semsagt, þú getur ekki stillt þig inn en það er allt í lagi, þ.e. ég held að það sé ekkert slæmt.Leyfðu mér að ná þér niður, því ég er á leiðinni til Jarðaberjatúnaekkert er raunverulegt og ekkert til að vera leiður yfir.Jarðaberjatún að eilífu.Alltaf, nei stundum, held það sé ég, en þú veist að ég veit hvenær það er draumur.Ég held, ég veit, ég meina játun, en það er samt rangt, þ.e. ég held að ég sé ósammála.Leyfðu mér að ná þér niður, því ég er á leiðinni til Jarðaberjatúnaekkert er raunverulegt og ekkert til að vera leiður yfir.Jarðaberjatún að eilífu.Jarðaberjatún að eilífu.Jarðaberjatún að eilífu.John Lennon var náttúrulega bara snillingur.

Pearl Jam - Pearl Jam

Þann 1. maí kemur út ný plata með Pearl Jam. Þetta er 8. stúdíóplata þeirra og sú fyrsta síðan 2002. Ég er þegar búinn að heyra tvö lög, World wide suicide og Life wasted. Mér líst mjög vel á. Samkvæmt því sem ég hef lesið og heyrt eru þeir orðnir reiðir og pirraðir á stjórnarháttum í Bandaríkjunum (eins og margir) og ber tónlistin víst mikinn keim af því. Vedderinn orðinn síðhærður og flottur aftur. Ég bíð spenntur.Hér er hægt að horfa á myndbandið af Life wasted.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband