Jæja, þá er maður kominn heim frá Amsterdam í Hollandi. Þar var ég á árshátíð Nýherja sl. laugardag. Ég og Þóra fórum út á laugardagsmorgninum ásamt 200 Nýherjum/mökum þeirra. Þar áður voru um 100 manns sem fóru út fimmtudaginn áður. Árshátíðin var býsna vel heppnuð, en ég held að mesti krafturinn hafi farið í að koma fólki út og á hótelið. Því var eins og mesti vindurinn hafi verið farinn úr fólki þegar á hólminn var komið. Það var mjög gaman hjá mér og Þóru, en sumir voru frekar slakir að mínu mati.Þar sem ég var veikur þegar bókað var í skoðunarferðir, þá komumst við ekki í neina þeirra. Við settum þess í stað persónulegt met í verslun. Einnig virtist maður æði oft rata á knæpur Amsterdam, sem eru frekar margar. Það voru ófáir Heineken sem innbyrtir voru, auk þess að sötra eins og einn séníver, þjóðardrykk Hollendinga nr. 2.Ekki hittum við Jan Pieter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Við fórum á tónleika með Boney M og Anouk. Það var stuð. Einnig hittum við 2 unlimited og Armin van Buuren. Við rétt mistum af Ruud Gullit inná Coffee Shop. Það eru einnig margir sem halda að Armin van Buuren og Armand van Helden séu eitthvað skildir. Sá síðarnefndi leiðrétti það þegar við hittum hann í Kalvorstradt. Þeir eru hins vegar kviðmágar.Riik Smits skaut síðan upp kollinum, en harðneitaði að fara í one-on-one við mig. Á flugstöðinni hittum við síðan Dennis Bergkamp og Robin van Persie. Þar var hinn síðarnefndi að tala Dennis til, því þeir þurftu að ná flugi til Torino á Ítalíu til að spila í Meistaradeildinni. Dennis Bergkamp harðneitaði hins vegar að fara upp í vélina. Á endanum var hann rotaður af Charlie van der Bosch, kraftlyftingamanni.Á einni knæpunni hittum við fyrir Gunther úr Friends. Svo virðist sem James Michael Tyler (sá sem leikur Gunther og á btw sama afmælisdag og ég) hafi fest sig í hlutverki sínu og sé nú í raun og veru hollendingurinn Gunther. Hann var að afgreiða á krá sem bar hið ágæta nafn Jaap de hop van Hooijdonk. Ég veit ekkert hvað það þýðir. Gunther var samt hress.Þóra var ekki alveg jafn áhugasöm um rauða hverfið og ég. Mér blöskraði nú líka eiginlega fyrirsagnirnar á sumum auglýsingaskiltunum. T.d. 3 months pregnant, 5 months pregnant, dog, sheep, 3 months pregnant dog.Í hnotskurn. Góð ferð og skemmtileg borg. Þangað förum við aftur einhvern daginn. En mellurnar í gluggunum voru hressar og báðu að heilsa til okkar ástkæra lands.