Júdasarguðspjall og trúarbrögð

Nýfundið Júdasarguðspjall greinir frá því að Júdas hafi í raun ekki svikið Jesú af eigin rammleik. Samkvæmt guðspjallinu bað Jesú Júdas um að svíkja sig til að fullkomna sitt ævistarf og verða þannig ódauðlegur píslarvottur í mannkynssögunni. Þá er jafnvel spurning hvort að Jesú hafi ekki líka beðið Pétur um að afneita sér tvisvar. Er það von að maður spyrji sig?Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands hafði orð um það í prédikun sinni á páskunum að páskarnir væru brandari guðs. Hann sagði að guð hafi leikið á djöfulinn með því að beita bragði djöfulsins. Þannig hafi guð gert grín að djöflinum. Ég held að skýringin sé í raun einfaldari en þetta. Jesú Kristur var til og var mjög hæfileikaríkur og öflugur maður. Ég held að hann hafi lifað af krossfestinguna og einhver hafi aumkað sig yfir hann og leyst hann niður af krossinum, sem betur fer.Með orðum sínum staðfestir Karl það sem ég hef alltaf haldið fram. Okkar kristna trú er ekki eingyðingstrú. Þar trúa menn á Guð og Jesú sem góðu öflin. Eða eins og stendur í trúarjátningunni "Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda...situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða." Það eru semsagt tveir góðir guðir og einn illur, þ.e. djöfullinn.Það eru í raun bara gyðingar sem hafa verið staðfastir sinni Monothesísku hugmyndafræði um hið almáttuga afl. Þegar Jesú er sagður hafa dáið fyrir syndir mannana, þá byrja allir með hreinan skjöld. Kaþólska kirkjan sá þar leik á borði og gerði fólki kleift að kaupa sér syndaaflausn. Því meiri sem syndin var, því dýrara verði var aflausnin keypt. Þetta kom sér vel fyrir kaþólsku kirkjuna sem græddi þar með á tá og fingri.Hugmyndir Lúthers, Kalvíns og félaga voru á skjön við hugmyndir Kaþólikka. Þeir höfnuðu því að fólk þyrfti að kaupa sér syndaaflausn. Fyrirgefning syndanna, trú á heilagan anda, upprisu mannsins og eilíft líf komu þar í staðinn. Fyrirgefning í stað aflausnar. Þetta hentaði mjög vel fyrir konunga og ríki í Evrópu. Þessi hugmyndafræði færði vald kirkjunnar að miklu leyti til konunga og ríkisstjórna síðar meir.Fyrir mér er kristin trú einfaldlega of sveigjanleg til að hægt sé að taka mikið mark á henni. Trúarbrögð eiga ekki að vera sveigjanleg í grundvallaratriðum sínum. Þannig geta menn farið að túlka hlutina á sína vegu. Trúin finnst mér að eigi að vera siðareglur fólksins, en ekki kirkjunnar sem slíkrar. Á endanum eru það sóknarbörnin sem plægja jarðveginn, en ekki kirkjan sjálf.

Að færa hearthstone-inn sinn

Jæja, það þýðir ekki að halda þessu leyndu mikið lengur. Ég og Þóra vorum að fá afhenda íbúðina okkar að Drápuhlíð 44 í Reykjavík./cheerÞessa dagana erum við að spasla, pússa og mála. Það er í raun það eina sem þarf að gera fyrir kotið. Annars er það bara innflutningur í byrjun næstu viku.Ekki amalegt að vera svona stutt frá Hlíðarenda og geta labbað á sigurleikina í sumar.Ég er allavega búinn að færa Hearthstone-inn minn þangað. Vinnan er ekki langt frá, þannig að það er spurning um að draga fram reiðhjólið í sumar.Það er þegar kominn biðlisti í innflutningspartýið. Jón Ásgeir, Björgólfur og fleiri góðir eru þar á blaði. Fá kannski að koma fyrir rétt verð.

Trúbb á klúbbnum og Eiðahúmor

Hljóp í skarðið fyrir Hall og var að spila á Klúbbnum með Kalla bróður. Það var ekki svo mikið stuð. Það voru um 10 strákar í salnum og gáfu þeir ekki mikið fyrir frammistöðu okkar bræðra. Kalli var nú með þetta meira á hreinu en ég. Kallinn þarf bara að koma sér í æfingu og spila meira.Ekki mikið /dance.Á leiðinni á Klúbbinn, þá fór ég að rifja upp skringilegann húmor sem var ríkjandi í Menntaskólanum á Eiðum. Þar sat ég á skólabekk fyrsta menntaskólaárið mitt, þ.e. veturinn 96-97. Húmorinn var á frekar lágu plani, fimmaurar, kúkur og piss. Enda subject sem er alltaf fyndið. Nokkur dæmi fylgja hér.Það var einu sinni maður sem hét Fjörður. Hann hélt partý heima hjá sér. Ægilegt stuð og mættu þar æði margir á staðinn. Fjörður átti peningaveski sem hét Turner. Síðan týndi hann því. Hann lækkaði í græjunum og kom með eftirfarandi tilkynningu "Ég er búinn að týna Turner".Í partýinu var staddur vinur hans Fjarðar sem gat ekki sagt bókstafinn V. Hann fann veskið, fór til fjarðar og spurði "Átt þú þetta Eskifjörður?".Í partýinu voru tvær frekar reiðar stelpur. Vinur hans Fjarðar spurði hann "Af hverju eru þær svona Reyðarfjörður?"Ólæti voru í partýinu. Hávaðinn truflaði svefn fólks í nágrenninu. Lögreglan kom og leysti upp partýið. Fjölmiðlarnir fylgdu í kjölfarið og spurðu Fjörð um tildrög heimsóknar lögreglunnar og Fjörður var í fréttunum. En á hvaða Stöðvarfjörður?Það var einu sinni kona sem hét Stra. Hún átti son sem hét Lía. Maður sem nýfluttur var í bæinn spurði "Ástralía?"./lolEða kannski meira /cry.

Ég vil ekki vera neitt annað en ég hef verið að reyna að vera uppá síðkastið

/quote: Gavin DeGraw, www.horriblesonglyrics.comPáskarnir á næsta leyti og páskahretið ríður nú húsum. Hvað er ég að fara að gera um páskana? Jah, ég er að fara austur að spila D&D 3,5 ed. með einkar glæsilegum hópi eðalnörda frá Djúpavogi. Einnig verður tekið mjög nett MTG Ravnica-ravnica-guildpact draft mót.Alltaf gaman að fara back to basics í nörraskapnum./cheerFór í ræktina aftur nú á þriðjudaginn eftir langvarandi eftir- og uppköst hálskirtlatökunnar margumtöluðu. Maður er nú hálf ræfilslegur orðinn, sérstaklega við hliðina á Magnúsi Bess og þessum köllum sem eru á lokaundirbúningi fyrir mótið um páskana. En þetta kemur örugglega allt saman./flexÞað eru ekki allir sem vita það, en Uriah Rennie, dómari í ensku úrvalsdeildinni var upphaflegi gítarleikarinn í hljómsveitinni Uriah Heep./silly

Ég var að spekúlera

Ef Íslendingur með ættarnafn, t.d. Eldjárn, myndi ættleiða barn sem þegar væri búið að skíra Juan, þá þyrfti barnið að heita Juan. Barnið myndi síðan væntanlega þurfa að taka sér eitt íslenskt nafn líka. Juan Gissur Eldjárn, t.d.Ef þjóðverjinn Jörg Tottfall myndi gerast íslenskur ríkisborgari, þá myndi hann þurfa að taka upp íslenskt millinafn. T.d. Jörg Sigfús Tottfall.Það eru ekki allir sem vita það, en Fernando Alonso, ökuþór í Formúlu 1, er sonur Fernando Morientes og Xabi Alonso.Ef ég ætti mér minna líf, þá væri ég dauður.

30 lög sem koma mér alltaf í gott skap

Best að starta nýju blogg-klukk-kítl rugli einhverju. Nýja blogg-æðið er FLEIN. Ég ætla semsagt að fleina mig og nefna 30 lög sem koma manni alltaf í gott skap. Hér fyrir neðan eru lögin í öfugri röð.30. Austin Powers theme - James Taylor Quartet29. Pabbi þarf að vinna í nótt - Baggalútur28. Walk this way (Hayseed Dixie version) - Hayseed Dixie27. I touch myself - The Divinyls26. Gaggó Vest - Eiríkur Hauksson25. Could you be loved - Bob Marley24. Novocaine for the soul - Eels23. Just like heaven - Cure22. Jóhann - Súkkat21. Me gustas tu - Manu Chao20. Sweet home alabama - Lynard skynard19. Cosmic girl - Jamiroquai18. Watermelon woman - Jagúar17. Can´t walk away - Herbert Guðmundsson16. Til þín - Hjálmar15. The safety dance - Men without hats14. Hringdans (Kokkurinn) - Höfundur óþekktur13. Match of the day theme tune - Barry Stoller12. Manamanah - The muppets11. Dragostea din tei - O-Zone10. Lukku Láki - Hallbjörn Hjartarson9. Einn dans við mig - Hemmi Gunn8. ÚFÓ - Stuðmenn7. Homecomputer - Kraftwerk6. Strumpasöngurinn - Halli og Laddi5. Clap clap song - The Klaxons4. Tijuana taxi - Herb Albert & Tijuana brass band3. Hang up your hang ups - Herbie Hancock2. But anyway - Blues traveller1. No rain - Blind melonSemsagt. Lagið sem kemur mér í besta skap af öllum er No rain með Blind melon. Enda á ferðinni langhressasta lag allra tíma. Ég ætla að fleina Þóru, Hall og Einar Hróbjart. Þetta á sjálfssagt ekki eftir að virka, en hvað með það.

Hvaða Lost persóna er ég?

Hvaða Lost character er ég?SayidYou are Sayid You are above average in intelligence and your military experiance will help you survive on the island.Quizzes by myYearbook.com -- the World's Biggest Yearbook!Þar höfum við það

Holland and back

Jæja, þá er maður kominn heim frá Amsterdam í Hollandi. Þar var ég á árshátíð Nýherja sl. laugardag. Ég og Þóra fórum út á laugardagsmorgninum ásamt 200 Nýherjum/mökum þeirra. Þar áður voru um 100 manns sem fóru út fimmtudaginn áður. Árshátíðin var býsna vel heppnuð, en ég held að mesti krafturinn hafi farið í að koma fólki út og á hótelið. Því var eins og mesti vindurinn hafi verið farinn úr fólki þegar á hólminn var komið. Það var mjög gaman hjá mér og Þóru, en sumir voru frekar slakir að mínu mati.Þar sem ég var veikur þegar bókað var í skoðunarferðir, þá komumst við ekki í neina þeirra. Við settum þess í stað persónulegt met í verslun. Einnig virtist maður æði oft rata á knæpur Amsterdam, sem eru frekar margar. Það voru ófáir Heineken sem innbyrtir voru, auk þess að sötra eins og einn séníver, þjóðardrykk Hollendinga nr. 2.Ekki hittum við Jan Pieter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Við fórum á tónleika með Boney M og Anouk. Það var stuð. Einnig hittum við 2 unlimited og Armin van Buuren. Við rétt mistum af Ruud Gullit inná Coffee Shop. Það eru einnig margir sem halda að Armin van Buuren og Armand van Helden séu eitthvað skildir. Sá síðarnefndi leiðrétti það þegar við hittum hann í Kalvorstradt. Þeir eru hins vegar kviðmágar.Riik Smits skaut síðan upp kollinum, en harðneitaði að fara í one-on-one við mig. Á flugstöðinni hittum við síðan Dennis Bergkamp og Robin van Persie. Þar var hinn síðarnefndi að tala Dennis til, því þeir þurftu að ná flugi til Torino á Ítalíu til að spila í Meistaradeildinni. Dennis Bergkamp harðneitaði hins vegar að fara upp í vélina. Á endanum var hann rotaður af Charlie van der Bosch, kraftlyftingamanni.Á einni knæpunni hittum við fyrir Gunther úr Friends. Svo virðist sem James Michael Tyler (sá sem leikur Gunther og á btw sama afmælisdag og ég) hafi fest sig í hlutverki sínu og sé nú í raun og veru hollendingurinn Gunther. Hann var að afgreiða á krá sem bar hið ágæta nafn Jaap de hop van Hooijdonk. Ég veit ekkert hvað það þýðir. Gunther var samt hress.Þóra var ekki alveg jafn áhugasöm um rauða hverfið og ég. Mér blöskraði nú líka eiginlega fyrirsagnirnar á sumum auglýsingaskiltunum. T.d. 3 months pregnant, 5 months pregnant, dog, sheep, 3 months pregnant dog.Í hnotskurn. Góð ferð og skemmtileg borg. Þangað förum við aftur einhvern daginn. En mellurnar í gluggunum voru hressar og báðu að heilsa til okkar ástkæra lands.

Do not swallow

Jæja, þá rifu þeir úr mér hálskirtlana nú á miðvikudaginn. Þannig að ég er búinn að dvelja hér heima hjá mér síðan þá. Þarf ég að öllum líkindum að hvíla mig allavega í viku til viðbótar. Við verðum bara að sjá til. Skyrdrykkir og frostpinnar er ekki alveg málið. Mig er farið að langa agalega mikið í kjöt, fisk eða eitthvað þess háttar. Maður verður bara að bíða. Kannski maður kveiki á msn messenger annað slagið ef maður nennir. Margur hefur kvartað yfir fjarveru minni þaðan.
Spurning um að nota tímann til að powerlevela.

Aðgerð frestað

Hálskirtlaaðgerðinni margnefndu var frestað. Fer ekki fyrr en á miðvikudag. Það kom víst óvenjulega mikið af andlitsbeinbrotum inn á HNE deild borgarspítalans í síðustu viku. Athyglisvert. Ég var klukkaður og eitthvað drasl. Best að svara því.Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina1. Gólflagningarmaður hjá Malland. Man ennþá þegar við fórum í kokunarkeppnina og Diddi vann yfirburðasigur.2. Aðjúnkt (fyndnasta starfsheiti ever) fyrir Þorbjörn Brodda. Sama starf og Chandler í Friends var að gera. Data inputting, reconfiguration and processing.3. Bræðslukall í mörg sumur. Í heilgalla að þjösnast á vinnuvélum. Snilld4. Ráðgjafi hjá ParX. Current job. Tölfræði, úrvinnsla gagna, rannsóknir og skýrslugerð. Draumadjobbið fyrir aðferðafræðinördinn.Fjórar bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur1. Star wars serían2. Lord of the rings serían3. Sneakers4. JFKFjórir staðir sem ég hef búið á1. Sæbakki, Djúpavogi2. Hamrahlíð 4, Egilsstöðum3. Gunnarsbraut 36, Reykjavík4. Eggertsgata 36, ReykjavíkFjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar við1. Lost2. CSI3. Prison break4. Ensku mörkin með Bjarna FelFjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum1. Benidorm, Spáni2. Kaupmannahöfn, Danmörku3. Sundsvall, Svíþjóð4. Bergen, NoregiFjórar bækur sem ég les oft (ja, allavega oftar en margar aðrar)1. Hitchhiker's guide to the galaxy2. Lord of the rings serían3. Intro to the Practice of Statistics4. Basic Econometrics (900 bls. bók um aðhvarfsgreiningu)Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna1. Í Amsterdam ferðinni (sem ég fer í bráðlega) með konunni með einn ískaldan2. Á úrslitaleik HM í sumar3. Að spila til úrslita á heimsmeistaramótinu í Magic:The Gathering á móti Gabriel Nassif4. Á sólarströndu með bjór í höndinni og Þóru að stjana við migÉg ætla að klukka Jón H. B. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og Jóhannes á fóðurbílnum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband