Verði þeim að góðu

Það hlaut að vera. Gömlu rokkhundarnir í Supernova völdu spastíska gimpið sem söngvara. Um leið og ég óska Magna til hamingju með glæsilega framgöngu í þættinum, þá er ég eiginlega undrandi á því af hverju þeir völdu ekki Dilönu eða Toby. Ég persónulega hefði valið þau bæði fram yfir Lukas.Ég held að Supernova hafi gert mistök með þessu vali. Ég persónulega nenni ekki að hlusta á heila plötu með Lukas Rossi sem söngvara. Þó að þetta sé rokktónlist, þá verður söngvarinn að vera töluvert betri en hann. Magni er besti söngvarinn þarna að mínu mati. Kannski passar hann ekki inn í þetta band.

Magnavaka

Það verður Magnavaka í kvöld í tilefni af úrslitaþættinum. Reyndar er ég ekki alveg klár á fyrirkomulagi úrslitaþáttarins. Kannski verður hluti af henni á morgun. Heyrði aðeins í Haffa í gær. Sá ágæti sveitungur Magna og fyrrverandi hljómsveitarfélagi tjáði mér að hann hefði látið Skjá 1 fá gamlar myndbandsupptökur af Shape. Það verður eflaust hressandi og skemmtilegt. Ég held að úrslitaþátturinn á morgun verði síðan tvöfaldur, þ.e. þegar áhorfendur eru búnir að kjósa einn eða tvo í burtu, þá haldi þátturinn áfram og Supernova velur síðan söngvara fyrir bandið sitt.Það er líka gaman að minnast á það að ég heyrði nokkur lög með Shape í ræktinni um daginn. Kannski heimsfrægðin banki á dyrnar hjá Shape.

Þýðingaræði Íslendinga

Það er alveg fáránlegt stundum hvað Íslendingar eru duglegir að þýða alls kyns ensk orð. Þessi þýðingarvilji er áreiðanlega m.a. sprottin út frá Útvarpslögunum góðu.Ætli þetta endi ekki með því að menn ganga einu skrefi lengra og þýði nöfn tónlistarmanna þegar verið er að sýna frá tónleikum og þess háttar. Það er mjög gaman t.d. að skoða rappara.Aðferðamaðurinn - Method manLL Svalur J - LL Cool J50 aur - 50 CentÖnnunargagn - XzibitLagsmaður Rímar - Busta rhymesÆttbálkur kallaður leit - A tribe called questGrátviðarhæð - Cypress hillDre læknir - Dr. DreLeikurinn - The GameAlræmdur S.T.Ó.R - Notorious B.I.G.Másandi pabbi - Puff DaddySnuður hundur - Snoop DoggGamli skítugi þrjótur - Ol' Dirty BastardÞað væri óneitanlega skemmtilegt að bregða sér á tónleika með Aðferðamanninum og Lagsmanni sem rímar. Fara síðan í Skífuna og kaupa plötu með Gamla skítuga þrjóti.

MEDION - Drasl á öllum vígstöðvum

Árið 2004 fékk ég að gjöf 19" MEDION CRT skjá. Skjár þessi var keyptur í BT. Rúmum tveimur árum síðar er skjárinn ónýtur. ÓNÝTUR - eftir tvö ár. Misskiljið mig ekki - þessi skjár var mjög góður og skilaði mjög fallegri mynd. En ónýtur rúmum tveimur árum síðar og ábyrgðin á skjánum er bara tvö ár. Maður skyldi ætla að það væri verksmiðjuábyrgð á skjám allavega í 3 ár. En nei, það er BT ábyrgð á öllum raftækjum frá þeim í tvö ár. Mér þótti vænt um þennan skjá, því hann var flottur (miðað við CRT skjá) og skilaði eins og áður sagði fínustu mynd. Ég vissi reyndar alltaf að MEDION tölvurnar væru beyond crap. Það er talað um að þetta séu mest seldu tölvurnar í Þýskalandi. Ástæðan er sú að þær eru seldar í lágvöruverslunum þar í landi. Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur verið mjög mikið undanfarin misseri og ætti því engan að undra þó Þjóðverjar tími ekki að kaupa alvöru tölvur.Í fávisku minni gerði ég þó ráð fyrir að jaðartæki eins og skjáir væru skárri og jafnvel brúklegir í nokkur ár. Flestir CRT skjáir endast í einhver 5-6 ár áður en myndin dökknar og verður óskýr. Nú er það alveg ákveðið að MEDION sé drasl á öllum vígstöðvum. Ekki bætti það mikið úr skák hvernig þjónustuver BT tók á málunum. Fyrir utan það að þurfa að bíða í 27 mínútur eftir svari, þá var starfsmaður þjónustuvers álíka hjálplegur og Cheerios pakki. Þó ældi hann því út úr sér að BT væri ekki einu sinni með verkstæði. Hmm, merkilegt. Það er ekki einu sinni hægt að fá gert við draslið sem þeir selja manni.Í hnotskurn: Ekki kaupa undir neinum kringumstæðum nokkurn hlut sem á stendur MEDION. Það má vel vera að Toshiba tölvurnar frá BT séu skárri, en MEDION er hreinasta þjáning.Nú er það bara spurning um að kaupa sér þennan skjá og hætta þessu kjaftæði.

Upp upp mín æra og allt mitt geð

Þetta er ekki flókið mál. Liðin eru tvö ár frá því að Árni Johnsen tók út refsingu sína. Hann uppfyllir lögformleg skilyrði til að hljóta uppreist æru. Hingað til hafa menn fengið uppreist æru ef þeir uppfylla skilyrðin. Hvers vegna ætti hann ekki að fá það líka?Hvað framboð varðar, þá ætti hann að mega fara í framboð. Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir það. Hins vegar veit ég ekki hvort atkvæðasöfnunin gangi vel í vor. Ef hann býður sig fram og verður kjörinn inn á Alþingi, þá held ég að margir hugsi sig tvisvar um áður en þeir vinna með Árna í einhverri af nefndum þingsins. Ég tala nú ekki um að gera hann að prúkúruhafa.Semsagt, Árni á skilið að fá uppreist æru - en það gæti dugað honum skammt.

13 milljónir Breta verða akfeitar árið 2010

Erum við ekki á nákvæmlega sömu leið?Samkvæmt þessari frétt á mbl.is, þá býst heilbrigðisráðuneyti Breta við því að 33% karla og 28% kvenna verði of feit árið 2010. Þeir hafa ráðið sérstakan undirráðherra til að reyna að tækla þennan vanda áður en offita verður jafn alvarlegt heilbrigðisvandamál og reykingar. Ég vil sjá sérstakan heilsuráðherra í næstu ríkisstjórn, eða nefnd sem er skipuð á fjögurra ára fresti til að vinna í nákvæmlega þessum málum.Líklega gefa Íslendingar bretum ekkert eftir, nema þá síður sé. Hvað gerum við í þessu? Jú, ég man eftir því um daginn þegar Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra var með einhverja derhúfu og í bol með formerkjum um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Síðan voru einhver börn a hoppa á dýnu fyrir aftan. Ekki hef ég heyrt nokkurn skapaðan hlut um þetta síðan þá. Þetta virðist bara hafa verið ódýra lausnin á vandanum, að segjast ætla að gera eitthvað og vekja fólk til umhugsunar. Gera samt ekkert nema, kaupa einhverja boli og hanna eitthvað lógó. Magnað framtak!Síðan var það þessi frábæra matvælanefnd, sem skipuð var til að lækka matvælaverð á Íslandi. Hún skilaði áliti sínu fyrr í sumar og hverjar voru niðurstöðurnar? Jú, við skulum afnema vörugjöld á kaffi, te, súpum, sultum, ávaxtasöfum, rjómaís, sælgæti og gosdrykkjum. Hver andskotinn gengur eiginlega á? Erum við virkilega með svona miklar hægðir í höfðinu? Væri ekki nær að fjárfesta meira í heilsu fólks á Íslandi með því að niðurgreiða hollan mat og setja sérstakan óhollustuskatt á óhollan mat? Fjárfesting í heilsu er ekki slæm fjárfesting, vegna þess að offita gæti farið að kosta þjóðina heilmikla peninga þegar fram líða stundir. Gamla skammsýnin er hér gjörsamlega að ráða ríkjum, eins og alltaf á Íslandi. Nei, ég er nú það svartsýnn, að ég held að það verði ekki gripið í rassinn, fyrr en hann er orðinn svo sver að illa náist á honum tak.Á meðan er álagning á t.d. prótein og önnur fæðubótarefni slík að maður fær eiginlega hálfgert samviskubit yfir því að kaupa þetta. Það er einnig mjög dýrt að kaupa hollan mat og nánast ógerningur fyrir t.d. láglaunafólk að ætla að borða heilsusamlega. Ein er undantekningin á þessu. Það er hreint KEA skyr. Það er í raun eina hollustufæðið sem er ódýrt. Jú og auðvitað túnfiskur.Hreyfingin er hins vegar ekkert vandamál. Það er öllum frekar auðvelt að hreyfa sig í hálftíma á dag. Persónulega myndi ég vilja sjá íslensk fyrirtæki taka á sig hluta af ábyrgðinni með því að vera með líkamsræktaraðstöðu í húsakynnum sínum. Hún þarf ekki endilega að vera merkileg, en það hjálpar heilmikið.Eitt af vandamálunum eru þessir kúrar sem fólk fer á. Líkami fyrir lífið, Danski kúrinn, Atkins kúrinn og hvað þeir nú heita. Hversu oft sér maður á forsíðum Vikunnar einhvern sem missti X kíló á Y mánuðum og er alveg Z ánægður með það að geta komist frá stað A til staðar B án þess að þurfa að nota C. Síðan koma þessi X kíló um leið og fólk fer að lifa sínu eðlilega lífi, vegna þess að offituvandamál og hollustuhættir eru ekki greyptar í huga okkar. Ekki ennþá a.m.k.. Það hlýtur að vera eitthvað ráð við þessu. Það verður að fjalla meira um þetta í skólum og í fjölmiðlum og á einhvern hátt sem vit var í. Það var nú t.d. mælt með því í heimilisfræði þegar ég var ungur að borða hollan mat, t.d. brauð með smjöri og osti. Það var nú meiri helvítis byltingin. Þarf maður að spyrja sig af hverju maður var svona feitur sem barn? Ég held ekki.Sjálfur er maður nú í þéttari kantinum, en búinn að rembast eins og rjúpann við staurinn í ræktinni núna í ein 3 ár og reyni alltaf að borða hollann og næringargóðan mat. Árangurinn er kannski ekki einhverjir tugir kílóa eða heilt málband af sentímetrum, en þetta er orðinn lífsstíll. Var það ekki annars tilgangurinn með þessu?Ég held við ættum að fylgjast vel með því hvað Tjallarnir ætla að gera og peista það í hollustuáætlun ríkisstjórnarinnar; ef sú áætlun er þá til á annað borð.

Gunnar í krossinum og samkynhneigð

Það hefur ákveðið bréf verið að ganga á netinu undanfarið. Þetta er opið bréf til Gunnars í krossinum. Bréfið má lesa hérna.Ekki veit ég nákvæmlega hvað gengur á hjá Gunnari og félögum. Það má sjálfssagt halda ýmsu fram um ákveðnar tegundir fólks, t.d. samkynhneigða, ef menn hafa einhver gögn eða rannsóknir til að sýna fram á það. Ég held nú að Gunnar og félagar hafi það ekki.Það eina sem menn geta stoltir sagst vita um samkynhneigða er...jú að þeir eru samkynhneigðir. Þetta er ekkert spurning um neitt annað. Hneigðir til kynsystkina. Málið afgreitt.Það er tóm vitleysa að álykta að samkynhneigðir einstaklingar séu eitthvað öðruvísi í hegðun en aðrir. Þó getur verið að óttinn við að koma út úr skápnum og að fá ekki stuðning frá fjölskyldu og vinum spili stórt hlutverk í lífi samkynhneigðra. Einnig getur verið að þegar kynhneigðin er opinberuð, að þá séu menn stoltir af því að vera samkynhneigðir og sérlega ánægðir með það. Ef þetta er tilfellið, þá er kannski skýringin einfaldlega sú að mikil ánægja fylgi því að koma út úr skápnum. Ánægja með að þurfa ekki að vera í felum með kynhneigðina. Það er eflaust óþægilegt. Mergur málsins er sá að ég get ekki ímyndað mér að daglegt líf samkynhneigðra sem einstaklinga sé eitthvað öðruvísi en hjá gagnkynhneigðum. Þeir fara í sömu líkamsrækt, sömu vinnu og borða sama matinn og gagnkynhneigðir. Þeir horfa á sömu sjónvarpsstöðvar og fara á sama internetið og gagnkynhneigðir. Áhugamál samkynhneigðra eru örugglega jafn mismunandi og hjá gagnkynhneigðum. Það er barnalegt að halda því fram samkynhneigðir hafi ekki áhuga á neinu öðru en sinni eigin kynhneigð.Það gegnir öðru máli með samkynhneigða sem lýðfræðilegan hóp. Hommar og lesbíur hafa auðvitað ákveðið "Group dynamic" einu sinni á ári, þ.e. Gay pride hátíðina. Veit ég ekki betur en að sú hátíð sé m.a. til að vekja athygli fólks á málefnum samkynhneigðra. Þar með er hegðun samkynhneigðra sem hóps orðin aðeins öðruvísi en hegðun gagnkynhneigðra á þessum tíma árs, einfaldlega vegna þess að sérstök þörf er talin á því.Líf samkynhneigðra para hlýtur að vera svipað og hjá öllum öðrum. Samkynhneigðir mega skrá sig í sambúð, kaupa sér íbúð saman og skuldbinda sig til jafn langra og ömurlegra lána og allir aðrir. Eitt atriði er þó samkynhneigðum pörum í óhag. Líffræðilega hliðin hamlar samkynhneigðum pörum að eignast börn saman sem eru af holdi og blóði þeirra beggja. Mörgum þykir þetta vera aukaatriði, en þetta er samt sem áður ákveðin hömlun.Annað atriði sem er samkynhneigðum í óhag snýr að líkindatölfræði. Síðast þegar ég gáði, þá sýndu kannanir víða um heim að hlutfall samkynhneiðra á Vesturlöndum væri 1-3% af fullorðnu fólki. Ég er auðvitað ekki alveg viss um þetta, en veit ég það þó að samkynhneigðir eru í minnihluta alls staðar í heiminum. Ef við metum líkurnar á að finna einu sönnu ástina í lífinu, þá hljóta þær að vera minni hjá samkynhneigðum en hjá gagnkynhneigðum. Það vita allir vel að makaleit getur verið löng og ströng, jafnvel án árangurs. En líkindatölfræðin getur líka verið villandi. Ég hugsa að fjöldi samkynhneigðra á lausu sé alveg nægur. Það eru t.d. ekki margir sem hafa verið á föstu með 1-3% þjóðarinnar. Ég vona ekki a.m.k.Það er heimskulegt að reyna að lækna samkynhneigð. Ég sjálfur er gagnkynhneigður og viðurkenni það vel að ég skil ekki hvernig kenndir til annara karlmanna kveikna. Þó maður skilji ekki hlutina, er ekki þar með sagt að þeir séu rangir, ólöglegir, sjúkdómur eða smán á samfélaginu. Ég held að Gunnar og félagar skilji þetta bara ekki og þess vegna eru þeir hræddir við þetta. Óttinn knýr menn oft að örþrifaráðum. Það þarf frekar að meta svona hluti í hverju tilfelli fyrir sig og hugsa um það hver besta samfélagslega lausnin er, ef það er þá einhver algilld og endanleg "lausn" sem slík. Hún er allavega ekki að birta auglýsingu um lækningu samkynhneigðar í Morgunblaðinu. Það er alveg ljóst.

Hljómsveitin Arkanoid

Stofnfundur hljómsveitarinnar Arkanoid er annað kvöld. Sveitina skipa Jón Davíð Pétursson og undirritaður. Höfum við ekki verið saman í hljómsveit síðan í Grunnskóla Djúpavogs. Stefnt er að heimsfrægð. Fyrsta platan ætti að líta dagsins ljós fyrir næstu jól.Til að auka á vinsældirnar höfum við þegar ákveðið að vera miklir óvinir og talast ekki við nema bara í stúdíóinu. Það er ekkert gaman að hljómsveitum þar sem allir eru vinir./dance

Af tilefni sjálfstæðisafmælis Litháen

Það var einu sinni maður sem hét Háen. Hann fór í 3 vikna sumarfrí til Spánar og það var hitabylgja allan tímann. Síðan þegar hann kom heim, alveg fagurbrúnn, þá varð vini hans að orði: "Þú hefur bara tekið lit, háen"./sad.

Menningarnótt

Kíkti aðeins á djammið á menningarnótt, með Flemming nokkrum Karlssyni. Við renndum okkur niður á Rósenberg Café, þar sem Helgi Valur trúbador spilaði og söng. Tónlist þeirra passaði engan veginn við stemmarann á þessum pöbb, en allt fór út um þúfur þegar drengurinn söng lagið Thong song. Maður spyr sig hvers vegna, en fátt verður um svör. Á Rósenberg tylltum við okkur hjá Maríu, vinkonu hans F og systur hennar, sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Systirinn fær prik fyrir kjólinn, sem hefur sennilega verið saumaður úr gluggatjöldinum hans Picasso. Hjá stúlkunum sat maður sem leit út fyrir að vera stefnumótanauðgari. Fínn gaur samt. Á staðnum voru Andrea Gylfadóttir, í góðum fíling og Kristján Franklin Magnús, leikari. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hann maðurinn hennar Sirrýar í morgunsjónvarpi NFS og röddin fyrir Jóakim Aðalönd í Sögum úr Andabæ. Kristján fór ekki upp á svið og tók Jóakim, því miður.Þegar Rósenberg var lokað, þá fórum við heim til F og stefnumótanauðgarinn kom með. Í ljós kom að enginn af okkur vissi hver þetta var. Við héldum að hann þekkti stelpurnar eitthvað, en svo var ekki. Kannski hefur hann bara gúglað þær og elt uppi. Eftir nokkra kaffibolla, þá gekk ég heim.Hrósið fær Flemming fyrir Edvard Grieg - In the halls of the mountain king. Skammirnar fá Reykjavíkurborg fyrir glataða flugeldasýningu og fólkið sem var niðri í miðbæ fyrir sóðaskap. Það er lítið varið í að rölta um stræti stórborgar þegar þær eru þaktar ælu, plastdiskum, glerbrotum og öðru þvíumlíku.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband