Erum við ekki á nákvæmlega sömu leið?Samkvæmt þessari frétt á mbl.is, þá býst heilbrigðisráðuneyti Breta við því að 33% karla og 28% kvenna verði of feit árið 2010. Þeir hafa ráðið sérstakan undirráðherra til að reyna að tækla þennan vanda áður en offita verður jafn alvarlegt heilbrigðisvandamál og reykingar. Ég vil sjá sérstakan heilsuráðherra í næstu ríkisstjórn, eða nefnd sem er skipuð á fjögurra ára fresti til að vinna í nákvæmlega þessum málum.Líklega gefa Íslendingar bretum ekkert eftir, nema þá síður sé. Hvað gerum við í þessu? Jú, ég man eftir því um daginn þegar Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra var með einhverja derhúfu og í bol með formerkjum um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Síðan voru einhver börn a hoppa á dýnu fyrir aftan. Ekki hef ég heyrt nokkurn skapaðan hlut um þetta síðan þá. Þetta virðist bara hafa verið ódýra lausnin á vandanum, að segjast ætla að gera eitthvað og vekja fólk til umhugsunar. Gera samt ekkert nema, kaupa einhverja boli og hanna eitthvað lógó. Magnað framtak!Síðan var það þessi frábæra matvælanefnd, sem skipuð var til að lækka matvælaverð á Íslandi. Hún skilaði áliti sínu fyrr í sumar og hverjar voru niðurstöðurnar? Jú, við skulum afnema vörugjöld á kaffi, te, súpum, sultum, ávaxtasöfum, rjómaís, sælgæti og gosdrykkjum. Hver andskotinn gengur eiginlega á? Erum við virkilega með svona miklar hægðir í höfðinu? Væri ekki nær að fjárfesta meira í heilsu fólks á Íslandi með því að niðurgreiða hollan mat og setja sérstakan óhollustuskatt á óhollan mat? Fjárfesting í heilsu er ekki slæm fjárfesting, vegna þess að offita gæti farið að kosta þjóðina heilmikla peninga þegar fram líða stundir. Gamla skammsýnin er hér gjörsamlega að ráða ríkjum, eins og alltaf á Íslandi. Nei, ég er nú það svartsýnn, að ég held að það verði ekki gripið í rassinn, fyrr en hann er orðinn svo sver að illa náist á honum tak.Á meðan er álagning á t.d. prótein og önnur fæðubótarefni slík að maður fær eiginlega hálfgert samviskubit yfir því að kaupa þetta. Það er einnig mjög dýrt að kaupa hollan mat og nánast ógerningur fyrir t.d. láglaunafólk að ætla að borða heilsusamlega. Ein er undantekningin á þessu. Það er hreint KEA skyr. Það er í raun eina hollustufæðið sem er ódýrt. Jú og auðvitað túnfiskur.Hreyfingin er hins vegar ekkert vandamál. Það er öllum frekar auðvelt að hreyfa sig í hálftíma á dag. Persónulega myndi ég vilja sjá íslensk fyrirtæki taka á sig hluta af ábyrgðinni með því að vera með líkamsræktaraðstöðu í húsakynnum sínum. Hún þarf ekki endilega að vera merkileg, en það hjálpar heilmikið.Eitt af vandamálunum eru þessir kúrar sem fólk fer á. Líkami fyrir lífið, Danski kúrinn, Atkins kúrinn og hvað þeir nú heita. Hversu oft sér maður á forsíðum Vikunnar einhvern sem missti X kíló á Y mánuðum og er alveg Z ánægður með það að geta komist frá stað A til staðar B án þess að þurfa að nota C. Síðan koma þessi X kíló um leið og fólk fer að lifa sínu eðlilega lífi, vegna þess að offituvandamál og hollustuhættir eru ekki greyptar í huga okkar. Ekki ennþá a.m.k.. Það hlýtur að vera eitthvað ráð við þessu. Það verður að fjalla meira um þetta í skólum og í fjölmiðlum og á einhvern hátt sem vit var í. Það var nú t.d. mælt með því í heimilisfræði þegar ég var ungur að borða hollan mat, t.d. brauð með smjöri og osti. Það var nú meiri helvítis byltingin. Þarf maður að spyrja sig af hverju maður var svona feitur sem barn? Ég held ekki.Sjálfur er maður nú í þéttari kantinum, en búinn að rembast eins og rjúpann við staurinn í ræktinni núna í ein 3 ár og reyni alltaf að borða hollann og næringargóðan mat. Árangurinn er kannski ekki einhverjir tugir kílóa eða heilt málband af sentímetrum, en þetta er orðinn lífsstíll. Var það ekki annars tilgangurinn með þessu?Ég held við ættum að fylgjast vel með því hvað Tjallarnir ætla að gera og peista það í hollustuáætlun ríkisstjórnarinnar; ef sú áætlun er þá til á annað borð.