Jólin koma brátt

Loksins.......kláruðum við okkar stærstu verkefni í vinnunni. Blogglægðin hefur stafað af gríðarlegu álagi í vinnuni. Nei, það er lygi, þetta er bara helvítis leti í manni.Ég minni......á nýtt netfang, þ.e. kelovic hjá gmail.com. Ástæðan fyrir því að ég nota ekki @ merkið er einfaldlega sú að með því að pósta netfangi sínu í fullri reisn, gefur maður spömmurum svo gott færi á sér. Því hvet ég alla til að taka @ merkið í burtu. Ótrúlegt að maður skyldi ekki vera búinn að fjarlægja þetta fyrr. Einhver hluti skýringarinnar er sjálfssagt fólgin í frekar slakri kæfusíu Vodafone. Eðlilega er ekki verið að sía kæfu frá öllum þessum þúsundum "casual" netfanga.Jólin......eru á næsta leyti og við frúin erum að verða klár í slaginn. Það er ótrúlegt hvað maður segist alltaf ætla að gera lítið, gefa fáar gjafir og skrifa á fá kort - alltaf bætist eitthvað við. Nú fengum við okkur lifandi jólatré í stofuna og bökuðum smákökur. Berfirska hangiketið er komið í hús sem og allar helstu nauðsynjar (1.200 tonn af sælgæti t.a.m.)Eftir......ákaflega óþægilegt kuldaskeið, þá snögghlýnaði og jólin verða eldrauð. Ekki græt ég það svosem harmatárum, enda vil ég frekar að fólk og jólapakkar komist leiðar sinnar án skaða.

Hemmi Gunn er fyndnasti maður Íslands

Nú síðustu ár hefur verið haldin keppni um titilinn Fyndnasti maður Íslands. Keppnin hefur verið í formi uppistands og hafa margir góðir borið þar sigur úr býtum. Ég man eftir því að Sveinn nokkur Waage vann 1998 og held ég að það hafi verið fyrsta keppnin.Pétur Jóhann Sigfússon var svo fyndnasti maður Íslands árið 1999 og árið 2000 var Lárus nokkur Páll sá fyndnasti. Árið eftir vann Úlfar Linnet keppnina. Það eru nú ekki allir sem vita það, en árið 2001 ákvað ég nú að slá til og taka þátt í þessari keppni, en árangurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég datt út í undanúrslitum, fyrir einmitt Úlfari Linnet. Skemmtileg lífsreynsla, en kannski var þetta ekki vettvangurinn.Fyndnasti maður Íslands árið 2002 er kallaður Fíllinn og hefur hann troðið upp allar götur síðan. Gísli Pétur Hinriksson vann síðan keppnina árið 2003. Síðan þá hef ég ekki heyrt mikið af svona keppni og held ég að þetta hafi dottið uppfyrir.Anyways, ég var að hlusta á útvarpsþáttinn Mín skoðun núna rétt áðan. Þetta er íþróttaþáttur í útvarpinu, þar sem Valtýr Björn og Böðvar Bergsson flytja íþróttafréttir, hringja í íþróttafólk og sérfræðinga og skiptast á skoðunum. Í tilefni af meistaradeildarleikjum nú í miðri viku hringdu þeir í Hemma Gunn. Það er skemmst frá því að segja að ég ældi næstum því á lyklaborðið og skjáina af hlátri. Þannig er nú það að þegar Hemmi Gunn talar í ljósvakamiðlum, þá er hlegið og skemmtilegt. Maðurinn er bara alltaf gjörsamlega á eldi og það er yfirleitt rétt svo að dagskrárgerðarmenn komast að með efnið. Hemmi Gunn er fyndnasti maður Íslands. Það þarf ekkert að halda neina keppni. Hemmi er bara sá langfyndnasti á landinu og þó víðar væri leitað, eða a.m.k. sá skemmtilegasti.Ég man sérstaklega eftir einum þætti um verslunarmannahelgina fyrir nokkrum árum síðan. Þá var Hemmi á vaktinni og Gaupi mætti í hljóðver og ætlaði að lesa íþróttafréttir. Raggi Bjarna var staddur á línunni á meðan. Íþróttafréttalesturinn gekk bara ekki neitt, því þeir gátu ekki hætt að segja brandara og það ætlaði hreinlega allt um koll að heyra. Allir hljóðnemar útfrussaðir og Raggi Bjarna sagðist vera kominn á hlið á línunni. Þá sagði Hemmi "Hvað segirðu, ertu á hliðarlínunni?". Þá fyrst varð allt vitlaust og þetta endaði með því að það varð að klippa á þá til að koma að auglýsingum og tónlist. Fyrir nú utan það að Hemmi er með hrikalega smitandi hlátur - þá er hann bara alltaf hress.Í hnotskurn - Hemmi er sá fyndnasti.

Arkanoid, Lost og Kraftbendill

Allnokkrir hafa haft samband við mig í von um einhverja spoilera um hljómsveitina Arkanoid og plötuna sem er í vændum. Þeir sem ekki vita hvað Arkanoid er, þá er það nýstofnuð hljómsveit míns og Jónda. Ég hef því miður þurft að vísa aðdáendum, blaðamönnum, útgáfufélögum og grúppíum frá vegna þess að okkar tónlist er yfir það hafin að leiðast út í auglýsinga- og kynningaskrum á óútkomnu og ófullgerðu efni. Fyrir nú utan það að þrátt fyrir mörg gylliboð, þá ætlum við að gefa tónverk okkar. Mikilvægi verkana fyrir tónlistarlíf heimsins er einfaldlega of mikið, þannig að engar mega vera verðhindranir á að nálgast þau.Ég vil nú samt gefa aðdáendunum okkar eitthvað. Ég myndi segja að svona 15% af plötunni séu tilbúin. Eins og í öllum alvöru hljómsveitum, þá eru miklir samstarfsörðugleikar og aukast með hverri æfingu. Það er bara gott. Það er ekki hægt að gera góða tónlist án þess að mönnum lendi illa saman. Þannig að þetta lofar góðu.Talandi um spoilera, þá hef ég heyrt að teknar hafi verið 3 mismunandi senur af næsta dauðdaga í LOST, þannig að mikill hluti spoilera verði algjörlega rangur. En eitt er ég viss um. Ein af aðalpersónunum deyr í seríu 3. Þá meina ég ein af AÐAL-persónunum. Ég giska á að annaðhvort Sawyer eða Sayid þurfi að kveðja.Dagur íslenskrar tungu var í gær. Í fréttatímanum heyrði ég ákaflega skemmtilega þýðingu á forritinu Power point. Þ.e. Kraftbendill. Mjög gott og þjált.

Hvað er í fréttum?

Einhver eru óviðeigandi vinnubrögð hjá Bifrastarbossa,því hann er sagður vera að káfa á nemandabossa.
Á engelsku hófust í dag útsendingar Al-Jazeera.Að horfa á það er sjálfsagt jafnvont og að missa nýra.
Á fróni nú dvelur frá Ísrael frú sendiherra.Sú eflaust stríðstár og blóðpolla víða vill þerra.
Evrópubúarnir æ fleiri offeitir verða.ESB-liðarnir grípa bráðum til aðgerða.
Skoðanakannanir Spaugstofumenn segja heita.Vinsældum þeirra ei virðist svo auðvelt að breyta.
SUS-arar segja Árna Johnsen að sýnast auðmjúkur.Meina og margir að maðurinn sé algjör...
...bjáni.

Blogglistadrasl

Rosalega latur við að blogga þessa dagana. Reyndar alveg crazy að gera í vinnunni og einkalífi. Jæja, en best að byrja á blogglistadrasli sem gengið hefur um nokkrar síður undanfarna daga. Verð ekki svekktur þó fólk sleppi þessu.1. Miðnafnið þitt: 2. Aldur: 3. Single or Taken: 4. Uppáhalds bíómynd: 5. Uppáhalds lag: 6. Uppáhaldshljómsveit: 7. Dirty or Clean: 8. Tattoo eða göt: 9. Þekkjumst við persónulega? 10. Hver er tilgangurinn með lífinu? 11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum? 12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli? 13. Besta minningin þín um okkur? 14. Myndir þú gefa mér nýra? 15. Segðu eitthvað skrýtið um þig: 16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik? 17. Getum við hist og bakað köku? 18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega? 19. Talaru eða hefuru talað illa um mig? 20. Finnst þér ég góð manneskja?21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið? 22. Finnst þér ég aðlaðandi? 23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari? 24. Í hverju sefuru? 25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla? 26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér? 27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera? 28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

Útvarpsleikritið Hlerunin

Ég er búinn að semja drög að handriti í útvarpsleikrit. Það heitir Hlerunin. Leikritið er mjög stutt en skorinort. Það á eingöngu eftir að finna nöfn á persónur í leikritinu.Atburðir í leikritinu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Telji einhver sig geta kennt atburði eða persónur í leikritinu við atburði eða persónur í raunveruleikanum, þá er það eingöngu tilviljun.Sena 1Stund: Einhverntímann milli 1988 og 1995Staður: Ónefndur opinber vinnustaðurUndirtónar: Divinyls - I touch myself.Ónefndur 1: Heyrðu, svo virðist sem síminn hjá mér sé hleraður.Ónefndur 2: Já, blessaður vertu. Rússinn, Kaninn, Osama bin Laden, Saddam Hussein og Mike Score úr Flock of Seagulls eru allir að hlusta.Ónefndur 1: Mike Score. Af hverju er hann að hlusta?Ónefndur 2: Hann vinnur hjá símanum í Englandi.Ónefndur 1: Er breska leyniþjónustan semsagt líka að hlera?Ónefndur 2: Nei, bara Mike Score. Ég heyri oft í hárlokkunum hans í gegnum símann.Ónefndur 1: En hver er Osama bin Laden?Ónefndur 2: Hann... eh fuck it. Þú kemst að því eftir 6-11 ár.Ónefndur 1: Maður verður nú að fara með þetta í fjölmiðla. Best að hringja í Ónefndan 3.Ónefndur 3: Blezar.Ónefndur 1: Heyrðu, síminn hjá mér er hleraður. Ég verð eiginlega að fara með þetta í fjölmiðla.Ónefndur 3: Ég hef heyrt það að þeir sem fara með svona mál í fjölmiðla verða mjög sjaldan gerðir að sendiherrum.Sena 2--HLÉ--Stund: Árið 2006Staður: Ónefnt heimiliUndirtónar: Klaxons - The clap clap songÓnefndur 1: Mér leiðist. Best að hringja í fjölmiðla og búa til einhvern kosningaskjálfta.Ónefndur 4, fréttamaður: 'Dæinn.Ónefndur 1: Heyrðu, síminn hjá mér var hleraður fyrir ógeðslega mörgum árum síðan.Ónefndur 4, fréttamaður: Geegt. Koddu stutt interview og við settlum þetta.Ónefndur fjölmiðill: Síminn var geegt buggaður hjá Ónefndum 1. Hann er heví ánægður með það - NOT, skiluru?. Það eru ábyggilega fullt af símum sem hafa verið buggaðir, þú veist - alltaf - eða eitthvað svoleiðis.--TJALD--

Pæling

Ef maður er að vinna í Excel og forritið hrynur þegar maður er búinn að búa til og keyra "einfalda" reikniformúlu (til að leita að tvítekningum í gagnagrunni) sem hljóðar svo:=IF(MAX(COUNTIF(INDIRECT("A2:A"&(MAX((A2:M4500<>"")* ROW(A2:M4500)))),INDIRECT("A2:A"&(MAX((A2:M4500<>"")* ROW(A2:M4500))))))>1,"Tvítekningar","Engar tvítekningar")...er maður þá algjör töffari eða algjör lúði?Ég hallast að þriðja kostinum, að tölvan mín hérna í vinnunni sé með einhver issue.

Ég er ánægður

-Með nýja þáttinn hans Jóns Ólafs á RÚV. Var að horfa á hann áðan. Býsna gott. Þær breytingar hafa nú orðið á þættinum að hann fær marga músíkanta í þáttinn í stað eins. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að RÚV eigi að fá til sín íslenska tónlistarmenn og leyfa fólki að sjá það sem það er hlusta á í útvarpinu. Einnig getur þetta verið lyftistöng fyrir íslenska tónlist.
-Með myndina um Jón Pál Sigmarsson. Fór á hana í bíó í gær ásamt pabba og Þóru. Frábær mynd um magnaðann mann. Margt eigum við sameignlegt. Báðir æfum í Gym 80 (Hann reyndar stofnaði batteríið) og báðir höfum við dálæti á skyr-hráeggjahvítu-haframjöls-próteins-banana blöndu. Einnig erum við báðir helmassaðir (hóst).
-Með að vera búinn að ná mér af meiðslunum sem hafa hrjáð mig mikið. Frábært að fara í ræktina og fótbolta aftur. Það er fátt skemmtilegra en að spila fótbolta, ef eitthvað þá er það að lyfta. I love the smell of my blood and sweat in the morning.
-Með fertugsafmælið sem haldið var mínum helsta yfirmanni í vinnunni. Ekki nóg með að ég hafi smakkað ostrur (sem eru btw hreinasti viðbjóður), heldur kom magadansmær á staðinn og kenndi m.a. Steina að dansa magadans. Steini sýndi ágætis tilþrif, en neitaði mér samt þegar ég bað um einkadans. Maður þyrfti kannski að kynnast honum betur fyrst.
Ákaflega mikil ánægja þessa dagana. Eða eins og Jón Páll orðaði það: I am not an eskimo, I am a viking.

Allt og ekkert

Fór á Djúpavog um síðustu helgi til að kveðja hann Steina áður en hann flytur til Svíþjóðar. Í ölæði held ég að hann hafi lofað því að bjóða mér út til sín einhvern tímann. Það gæti verið skemmtilegt.Er hálf-lasinn þessa dagana. Náði mér í einhverja pest á Djúpavogi. Mætti þó með harmkvælum í vinnuna í dag.Gestur mánaðarins í Drápuhlíð 44 er engin annar en pabbi minn, Guðmundur Gunnlaugsson. Kallinn er á leiðinni í augasteinaskipti. Hefði einhver sagt mér að þetta væri mögulegt fyrir 10 árum síðan, þá hefði ég hlegið. En svona er þetta nú samt.Líkamsrækt hefur verið lítil undanfarið. Fyrst sökum brákaðs rifbeins (þið trúið því ekki hvað er vont að gera armbeygjur þannig) og síðan veikinda.Nördaskapur hefur verið lítill, að undanskilinni síðustu helgi, þar sem frumsamda Magic serían mín var playtestuð í fyrsta sinn. Serían lofar ótrúlega góðu.Þrátt fyrir lélegt stand á mér hefur verið agalega mikið að gera í vinnunni. Það er svosem ágætt. Maður verður að hafa nóg fyrir stafni.Lífið eftir Rockstar: Supernova æðið er frekar dapurt. Maður neyðist til að tala um hluti eins og fyrirhugaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar og fyrirhugaðar lækkanir á matvöruverði. Slæmt!!!

Spurningar sem ég vildi að ég gæti svarað

Hvað ætli Magni sé með mörg SMS í símanum sínum akkúrat núna?Hversu oft var orðið "Awesome" sagt í Rockstar: Supernova?Hversu margir vissu hver Gilby Clarke var áður en Rockstar: Supernova fór í loftið?Hvað ætli séu margar heilasellur starfandi í Tommy Lee?Ætli það sé tilviljun að Lukas Rossi og J.D. Fortune (Sigurvegari RS:INXS) séu báðir frá Kanada?Keypti einhver plötuna Switch með INXS (feat. J.D. Fortune)?Af hverju eru alltaf svona fá komment á blogginu mínu?Af hverju eru svona fáir í gestabókinni?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband