Netklámþing

Samkvæmt þessari frétt á mbl.is ætla framleiðendur netkláms að halda þing hérna á Íslandi. Samkvæmt fréttinni munu klámþingmenn fara í Gullfoss-geysis pakkann með hestbaks afbrigðinu. Ekki má heldur gleyma þeim bjartsýnu fyrirætlunum að fara á skíði.Um leið og maður spyr sig hvers vegna þetta fólk ætlar að þinga á Íslandi, þá veltir maður því fyrir sér hvort Gunnar Flóki hafi heyrt um þetta. Eftir því sem mér skilst, þá verða teknar upp klámmyndir á þinginu og Gunnar Flóki lýsti því yfir um árið að hann stefndi á feril í slíkum myndum. Gunnar, nú er tækifærið. Gríptu það drengur.Klám er vissulega ólöglegt, samkvæmt 210. grein hegningarlaganna. Ég held samt að þessir framleiðendur sleppi, vegna þess að þeir eru ekki Íslendingar og framleiða sjálfssagt ekki klámefnið á Íslandi. Þeir taka það bara upp þar. Ég hugsa að þetta sleppi nú, þó svo eflaust muni fólk eitthvað láta í sér heyra vegna þingsins.

Magic spil vikunnar #5

Magic spil vikunnar er að þessu sinni ekki creature, heldur enchantment, sem er byggt á ákvörðun Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar um að kaupa knattspyrnuliðið West Ham. Þessi innrás Íslendinga í Ensku Úrvalsdeildina hefur því miður ekki farið vel af stað, en vonandi fara hlutirnir að ganga betur fljótlega.Magic spil vikunnar er: Bad investmentTil að skoða samantekt Magic spila vikunnar er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Fáheyrð en marghlustuð #4

Fáheyrða en marghlustaða lag þessarar viku er Chariots of fire. Chariots of fire er titillag samnefndrar kvikmyndar sem kom út árið 1981.Kvikmyndin fjallar um tvo breska frjálsíþróttamenn og þeirra þátttöku á Ólympíuleikunum árið 1924. Höfundur Tónlistarinnar í myndinni er gríski tónlistarmaðurinn Vangelis (fullu nafni Evangelos Odysseas Papathanassiou). Eins og áður sagði er titillag myndarinnar oftast kallað einfaldlega Chariots of fire. Þetta lag ættu margir að kannast við, því það er oftar en ekki leikið undir ef einhver íþróttasyrpa (sérstaklega frá ólympíuleikum) er sýnd í slow motion.Smelltu hér til að hlusta á lagið.

Uppátæki fjölmiðla

Í gær varð ég vitni að þremur uppátækjum hjá þremur fjölmiðlum. Ég las nú m.a. fjölmiðlafræði í Háskólanum og það var fjallað um næstum allar hliðar á fjölmiðlum í því ágæta námi. Kannski er það þess vegna sem ég tók sérstaklega eftir þessu í gær.1. Auglýsing með Silvíu NóttUm miðjan daginn í gær heyrði ég auglýsingu með Silvíu Nótt. Þar er hún að segja hlustendum að horfa ekki á þáttinn um sig á Skjá Einum á föstudagskvöldum. Þetta gervirifrildi hennar og Skjás Eins er alveg bráðsniðugt. Það mun á endanum hafa þau áhrif að margir þeirra sem hefðu ekki undir venjulegum kringumstæðum horft á þáttinn um hana, munu gera það eftir að hafa heyrt auglýsinguna. Það skemmir svosem ekki fyrir að á næstunni kemur út breiðskífa með Silvíu Nótt. Eflaust á hún eftir að seljast mjög grimmt. En þetta herbragð er algjör snilld. Frábært uppátæki2. Þaggað niður í Dire StraitsÞað er ekki oft sem ég hlusta á Bylgjuna. Á meðan ég beið í röðinni inn á bílaþvottastöð flakkaði ég milli rása og á Bylgjunni var verið að spila Sultans of Swing með Dire Straits. Algjört meistaraverk. En nei, lagið var ekki einu sinni hálfnað þegar þulirnir fóru að masa eitthvað um að hringja nú í Sigga storm með árnaðaróskir, en hann varð fertugur í gær. Ekki það að ég hafi neitt á móti Sigurði, en útvarpsþulir eiga að þekkja hlustendahóp sinn betur en þetta. Leiðinlegt uppátæki.3. Andri Freyr blekaðurÍ Kastljósi í gær var gerð tilraun. Reyðfirðingurinn og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson var tilraunadýr Kastljóssins. Tilraunin fólst í því að mæla viðbragð Andra í ökuhermi og sjá hvort að áfengi hefði þar einhver áhrif. Í stuttu máli var kallinn orðin gjörsamlega blekaður í lok þáttarins og auðvitað leyndu sér ekki áhrif áfengisins. Boðskapurinn var auðvitað sá að það er ástæða fyrir því að áfengi og akstur eiga ekki saman. Hins vegar var fróðlegt að sjá að eftir 5 bjóra, þá hætti Andri alveg að tala Íslensku. Ég hvet alla til að skoða þennan magnaða sjónvarpsviðburð. Fróðlegt uppátæki.

Eurovision

Lokahnykkurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins er næsta laugardag og er kannski ekki úr vegi að gera sér glaðan dag þá. Mér finnst nú reyndar sum lögin frekar slök, en það er einn rauðhærður eilífðartöffari sem mætir á svæðið og ætlar að taka á þessu. Það er auðvitað enginn annar en Eiríkur Hauksson, sem á þann heiður að hafa verið einn af flytjendum í frumraun Íslands í Eurovision keppninni.Það er verst að ef Eiríkur tekur þetta, þá verður hann að öllum líkindum ekki í skandinavíska Eurovision þættinum (sem ég horfi alltaf á, einhverra hluta vegna).Hvernig er hægt að keppa við svona mikinn töffara? Maður spyr sig.

Magic spil vikunnar #4

Magic spil vikunnar að þessu sinni er maður sem orðið hefur meira fyrir barðinu á Efnahagsbrotadeild Lögreglunnar en nokkur annar Íslendingur. Nýjasta málsóknin hljóðar uppá einhvern tug af ákæruliðum og mörgum sem hann (eða hans fyrirtæki) hefur verið ákærður fyrir áður. Ef mig misminnir ekki, þá á að kalla til 160 vitni og málsgögnin eru uppá einhverjar 5.000 síður. Mér finnst nú frekar mikið gert úr kaupum á einni helvítis snekkju, en svona er þetta bara.Magic spil vikunnar er: Jón Ásgeir JóhannessonTil að skoða samantekt Magic spila vikunnar er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Fáheyrð en marghlustuð #3

Það var skrítin frétt sem blasti við mér á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Hún var á þessa leið:Konan reyndist vera karlmaðurTil grimmilegra átaka kom í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Tveir slösuðust og þykir mesta mildi að ekki skyldi fara verr en raun varð á, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.Forsaga atburðarins er sú að tveir menn buðu þremur stúlkum með sér heim eftir að hafa hitt þær á skemmtistað. Fór vel á með fólkinu, sem leiddi til þess að annar karlmaðurinn og ein stúlknanna fóru inn í herbergi í íbúðinni, meðan hin þrjú dvöldu frammi í stofu. Parið í herberginu fór að láta vel hvort að öðru, en þegar lengra dró og stúlkan hóf að fækka fötum kom í ljós að hún var vaxin niður sem karlmaður.Við þessa uppgötvun trylltist maðurinn, réðst á gest sinn, barði hann og tók hann kverkataki. Hann hafði haldið takinu drjúga stund þegar gestur hans náði taki á járnstöng og barði hann í höfuðið. Við höggið losaði maðurinn takið, en hann hlaut stóran skurð á höfuðið, sem þurfti að láta sauma.Aðrir íbúar í húsinu kölluðu á lögreglu skömmu eftir að atgangurinn hófst. Maðurinn gaf síðan skýrslu í gær, en umræddur gestur hans hefur lýst því yfir að árásin verði kærð til lögreglu.Af því að þetta minnir óþægilega mikið á lokaatriði myndarinnar The Crying game frá árinu 1992, þá er ekki úr vegi að Fáheyrða en Marghlustaða lag vikunnar sé titillag myndarinnar, sem heitir einfaldlega The Crying game og er flutt af ofurhommanum Boy George. Það eru vissulega mörg fleiri lög sem koma upp í hugann, t.d. Dude looks like a lady með Aerosmith og Penis song með Monty Python. The Crying game er þó augljóslega með vinninginn.Það er einnig skemmtilegt að segja frá því að allir sem hafa séð myndina, þeir muna BARA eftir lokaatriðinu en hafa ekki hugmynd um hvað gerðist annað í myndinni. That's entertainment.Smelltu hér til að hlusta á lagið

Árshátíð og Wikiquote

Fór á Árshátíð STAFN um helgina ásamt frúnni. STAFN er sumsé Starfsmannafélag Nýherja og dótturfélaga, þ.e. ParX, AppliCon, Símdex og fleiri góðra.Maturinn var góður, Logi Bergmann veislustjóri fór á kostum, myndband árshátíðarnefndar var áhugavert og Jónsi var í ermum. Ég man mjög lítið eftir ballinu. Alveg óskylt því, þá er það hættulegt þegar þjónarnir fylla stöðugt í glösin.Það er alltaf gaman að Wikipedia alfræðiorðabókinni á Netinu og undirsíðum hennar. T.d. Wikiquote, þar sem safnað er saman skemmtilegum tilvitnunum. Ég mæli með íslenskum Wikiquote tilvitnunum. Það eru ekki komnar margar, en þær eru stórkostlegar.

Magic spil vikunnar #3

Magic spil vikunnar er að sjálfssögðu Microsoft Windows Vista. Það er vandfundinn sá hugbúnaður sem hefur jafn mikil áhrif á heiminn og stýrikerfi Microsoft. Það var auðvitað kominn tími á nýtt stýrikerfi frá Microsoft. Ég er reyndar ekki búinn að fjárfesta í þessu sjálfur, en er búinn að skoða þetta gaumgæfilega. Ég verð að viðurkenna að margt hefur verið stórlega bætt og það kemur mér í raun á óvart hversu marga möguleika stýrikerfið býður uppá.Til að skoða samantekt Magic spila vikunnar er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Fáheyrð en marghlustuð #2

Aðra vikuna í röð brydda ég upp á lagi sem fáir hafa heyrt um en margir hafa hlustað á.Hér er um að ræða lag sem allir hafa einhverntímann heyrt, muna hvorki hvar né hvenær og allra síst á hvaða miðli það var.Þetta er lagið Clap clap song, sem mér skilst að sé flutt af hljómsveitinni Klaxons. Það eru hins vegar ekki allir á einu máli um hvort þetta lag heiti í raun Clap clap dance. Skýringin sem ég fékk á þessu á dögunum var sú að lagið hafi verið samið af tónlistarmanni sem heitir Blanca Troisfontaine. Sá ágæti tónlistarmaður ku hafa samið þetta sérstaklega við dans, sem heitir einfaldlega Clap clap dance. Lagið hefur margoft verið endurunnið og því hefur jafnvel upphaflegt heiti þess verið á huldu.Mig minnir að ég hafi á mínum yngri árum dansað þennan klappdans í dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.Smelltu hér til að hlusta á lagið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband