Stóra Smáralindarfermingarklámsmálið

Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði birti á dögunum eftirfarandi færslu á síðu sinni http://kolbeins.blog.is:Tilvinun hefst:Fermingarklám SmáralindarAuglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: "Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur." Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.Tilvitnun lýkurFærsla þessi olli talsverðu fjaðrafoki og voru sumir ekki sáttir við færslu þessa. Guðbjörg Hildur brást við með því að taka færsluna út. Það er hins vegar skammgóður vermir, þar sem internetið hefur þann eiginleika að það sem er einhverju sinni skrifað þar, verður þar áfram.Það eina sem þarf að gera er að leita á leitarvélum að fyrirsögninni "Fermingarklám Smáralindar". Og viti menn, leitarvélin skilar færslunni eins og hún var áður en hún var gerð óvirk af notanda. Ástæðan er sú að leitarvélar finna þá færslu sem oftast hafa verið skoðuð eftir leitarskipunina "Fermingarklám Smáralindar", þó svo að búið sé að uppfæra þráðinn síðan færslan var birt.Google skilaði slóðinni: http://www.google.com/search?q=cache:uIR_PBU7Hp4J:kolbeins.blog.is/blog/kolbeins/entry/140073/+fermingarkl%C3%A1m+sm%C3%A1ralindarÞá er einnig hægt að nota Wayback vél Internet archive, www.archive.org, til að fletta upp gömlum færslum. Internet archive er stofnun sem sér um vistun alls efnis á internetinu, svo hægt sé að fletta upp vefsíðum aftur í tímann. T.d. geta menn skemmt sér við að fletta upp gömlum útgáfum af vefsíðum stórfyrirtækja á borð við McDonalds árið 1996. Reyndar á þetta ekki við um færslu Guðbjargar, því hún er of ný. Einhverntímann verður samt hægt að fletta þessari færslu upp þar.Mergur málsins er: What goes on the internet, stays on the internet.Ég ætla ekki að tjá mig mjög mikið um innihald færslunnar, en vil samt segja alveg eins og er að færslan sem slík stimplar fyrirsætuna sem klámdrottningu og gleðikonu. Það gerði bæklingur Smáralindar ekki. Ég man eftir að hafa fengið þennan bækling með annað hvort Fréttablaðinu eða Blaðinu, en ég tók ekki einu sinni eftir myndinni. Ég sá bara nafn Smáralindar á bæklingnum. Hvort Guðbjörg hefur tekið of stórt upp í sig með þessum skrifum skal hér ósagt látið. Tilraunin til afvirkjunar færslunar segir kannski meira um það.

Magic spil vikunnar #7

ChenquiAf því að ég var í ruglinu í síðustu viku, þá koma tvö fersk magic spil í þessari viku. Annað þeirra er enginn annar en hinn kokhrausti José Mourinho, þjálfari Chelsea í Ensku Úrvalsdeildinni. José hefur aldrei legið á skoðunum sínum og kalla ummæli hans jafnan á mikil viðbrögð fjölmiðla.Það sama má segja um hitt spilið. Það er enginn annar en formaður Vinstri Grænna, Steingrímur Sigfússon (eða Stonemasks, son of Eager-to-prolapse). Eins og José Mourinho, þá liggur hann yfirleitt ekki á skoðunum sínum, enda stjórnmálamaður. Ég hef reyndar trú á því að Steingrímur muni sitja í næstu ríkisstjórn. Nú eru vinstri-grænir meira að segja búnir að skjóta Samfylkingunni ref fyrir rass.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Heimsmet í tannviðgerðum og Fáheyrð en marghlustuð #6

Loksins loksins kom að því að maður asnaðist til tannlæknis í þeim erindagjörðum að láta taka úr sér endajaxla. Svoleiðis er að jaxlar þessir eru farnir að valda mér tannverkjum, höfuðverkjum, uppköstum, bakflæði, geðhvörfum, innilokunarkennd og móðursýki.Heimsóknin fór ekki betur en svo að samkvæmt ótrúlega mörgum röntgenmyndum, þá eru rætur annars jaxlsins svo bognar og svo djúpt í holdinu að það þarf að öllum líkindum 5 fíleflda karlmenn, stingsög, rörtöng og iðnaðarbirgðir af deyfilyfjum til að ná honum úr kjaftinum.Fleira merkilegt kom í ljós við þessa skoðun. Í kjafti mínum eru sennilega fleiri tennur skemmdar en óskemmdar. Það er kannski engin tilviljun að þetta eru bara jaxlar sem eru skemmdir. Það vita sjálfssagt allir hvað það er óbærilega leiðinlegt að nota tannþráð milli jaxla innst í munninum.Heimsmet í tannviðgerðum er því í uppsiglingu og hef ég þegar haft samband við Guinnes nefndina.Til að reyna að tengja þetta við fáheyrða en marghlustaða lag vikunnar, þá má kannski segja að tennur mínar verði (vonandi) "a whiter shade of pale" eftir viðgerðirnar (Ég viðurkenni að tengingin er frekar slöpp og húmorinn ennþá verri). Það er einmitt titill lags vikunnar, með Procol Harum, sem kom út 1967. Þetta er sennilega þekktasta FEM lag vikunnar hingað til, en ég veit að það eru margir sem vita ekki hvað þetta lag heitir, en hafa aldrei þorað að spyrja, vegna þess að textinn er svolítið á huldu. Ég meina, hvaða eðlilegi maður man línur eins og...We skipped the light fandangoturned cartwheels 'cross the floorI was feeling kinda seasickbut the crowd called out for moreMaður spyr sig. Ég sé ekki fyrir mér tvo menn standandi við vatnskælinn og annar spyr "Heyrðu, hvað heitir aftur þarna fandango lagið með orgelinu?"Smelltu hér til að hlusta á lagið og hér til að fara á vefsíðu tileinkaða þessu magnaða lagi.

Allsber í Hafnarfirði

Sælinú.Það er lítið varið í að blogga þegar maður er veikur, þannig að ég lét það alveg eiga sig í síðustu viku. Ég skulda reyndar Magic spil og eitt fáheyrt en marghlustað lag. Það verður bara tvennt af hverju í þessari viku. Af nógu er að taka.Draumar geta verið magnað fyrirbæri og einn slíkan dreymdi mig í nótt sem ég mun eflaust muna alla mína tíð. Mig dreymdi sumsé að ég væri á rúntinum í Hafnarfirði. Þar rakst ég á góðvin minn frá Djúpavogi og annan tveggja liðsmanna hljómsveitarinnar Arkanoid, Jón nokkurn Davíð Pétursson (A.k.a. Jóndi, Bachim). Þar var félaginn alveg mökk-ölvaður og hélt á WHS spólum í poka. Kallinn var að banka uppá hjá fólki í Hafnarfirði og bjóða því að horfa á spólurnar ókeypis. Á þessum spólum voru upptökur úr Sænska Ríkissjónvarpinu sem hann hafði safnað í gegnum tíðina.Íbúar Hafnarfjarðar tóku ekki vel í þessa myndbandasýningu og voru bara með einhvern móral. Hann lét samt ekki deigan síga og bankaði þá bara á næsta hús og þannig koll af kolli.Ég ákvað að reyna að tala hann til, en hann lét ekki segjast og sagði að þetta væru merkileg menningarverðmæti, svo hann hélt bara leiknum áfram. Ég hálf-vorkenndi honum, þannig að ég brá á það ráð að FARA ÚR ÖLLUM FÖTUNUM og gera þannig lítið úr hans óspektum. Ég taldi mig vera að gera honum greiða. Það er verst með alla Hafnfirðingana sem urðu fyrir fyrrgreindri sjónmengun. Á endanum kom lögreglan og fór að skakka leikinn. Var þar mættur enginn annar en uppvakningur Bruce Lee, nýráðinn götulögreglumaður í Hafnarfirði. Ég hafði vit á því að vera ekkert að ybba gogg við mann sem gæti round-kickað mig þó svo að hann hefði látist fyrir meira en 30 árum síðan. Ég var handtekinn, en Jóndi slapp. Þannig að áætlun mín gekk fullkomlega upp, þrátt fyrir ákveðna eftirmála.Er ég orðinn geðveikur? Sennilega.Ef einhverja Hafnfirðinga dreymdi í nótt allsberan hlunk á götum bæjarins, þá bið ég þá afsökunar.

Crazy helgi og afmælisbarn dagsins.

Það var ekki lítið gaman um síðustu helgi. Maður er bara rétt svo að jafna sig fyrst núna.Svoleiðis var að karlaklúbburinn Fljúgðu Haukur hélt sinn fyrsta fund síðasta laugardag. Var það Guðmundur Ingi sem átti frumkvæðið að því. Herlegheitin hófust klukkan 11:00 á laugardeginum með heldur fámennri sundferð (ég og Víðir) og síðan hádegisverð frá American Style klukkan 12:00. Þá var horft á Fulham-Man.Utd. og því næst Liverpool-Sheff.Utd. Að loknum leikjum þessum voru dregnir upp spilapeningar og spilaður Texas Hold'em. Var það Guðmundur Ingi sem vann pottinn og fór því vel á að hann splæsti í kvöldverð á Reykjavík Pizza Company. Þar gerðist sá merki atburður að kvenmaður sat fund klúbbsins í fyrsta og síðasta skipti. Það var engin önnur en Bryndís, starfsmaður RPC.Saddir og ánægðir héldu Fljúgandi Haukar á Bar 11, en þar var Ágúst Fannar nokkur að halda upp á útskrift sína í bakaraiðninni. Ekki var svosem að spyrja að því, alger mökkur var þarna inni af austfirðingum.Sérstakar þakkir fá:Víðir, fyrir að koma með mér í sund.Guðmundur Ingi, fyrir að eiga frumkvæðið að partýinu.Guðjón Eiður, fyrir að ætla að halda næsta partý og fyrir að eiga Econoline.Elli í Mýnesi, fyrir að vera valinn heiðursfélagi Fljúgðu Haukur.Bryndís, fyrir að vera fyrsta og eina konan í Fljúgðu Haukur klúbbnum.Óttar Brjánn, fyrir að vera með sítt rautt hár.Afmælisbarn dagsins er síðan Guðmundur Gunnlaugsson, faðir minn, sem er 65 ára í dag. Til hamingju með daginn gamli minn.

Kaupa eiturlyf

Ég fór á extremetracking síðuna fyrir bloggið mitt. Þar er hægt að sjá ýmislegt um þá gesti sem heimsækja síðuna. T.d. hvaðan gestir koma inn á síðuna. Einn gesturinn hefur googlað "Kaupa eiturlyf" og lenti þannig á síðunni. Ég veit ekki hvernig, en ég skal fullvissa alla um það að ég er ekki að selja eiturlyf. Ég minnist þess ekki heldur að hafa talað um að kaupa eiturlyf, þannig að ég eiginlega skil þetta engan veginn. Skjáskotið hér að neðan er sönnun á mínu máli.Það er margt skrítið.

Magic spil vikunnar #6

Sæælinú.Hvað getur maður verið annað en ánægður með sigur Liverpool á Barcelona - og það á Nou Camp. Ég verð að segja eins og er að þarna gripu örlögin í taumana. Ég og Robbi bróðir horfðum á þennan leik saman á snókerbar í Lágmúla. Einhverju sinni í síðari hálfleik þegar Liverpool fengu aukaspyrnu og sýnd var nærmynd af John Arne Riise að hlaða í vinstri fótinn, þá sagði ég að það væri nú eftir því ef Riise skoraði líka í leiknum. Viti menn, haldið þið að kvikindið hafi ekki bara skorað. Ég skal núna vera fyrstur manna til að fyrirgefa Riise fyrir slappa frammistöðu í deildinni, þó sérstaklega eftir áramót. Keltinn hefur bara ekki getað blautan.Magic spil vikunnar eru tvö að þessu sinni. Það þarf engan snilling til að átta sig á því hvaða spil þetta eru. Þessir samherjar lentu í ákveðnum hremmingum í síðustu viku, en björguðu andlitinu heldur betur síðasta miðvikudag.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Fáheyrð en marghlustuð #5

Fáheyrða en marghlustaða lag vikunnar er söngur sem ég skal fullyrða að allir hafa einhverntímann blístrað á ævinni. Hér er um að ræða einn vinsælasta mars sem nokkurn tímann hefur verið saminn. Lagið heitir Colonel Bogey March. Höfundur upprunalega lagsins var ofursti í breska hernum sem hét Kenneth Alford Ricketts. Lagið var fyrst flutt í sinni frægustu mynd í kvikmyndinni The Brigde on the River Kwai frá árinu 1957, þar sem tónskáldið Malcolm Arnold útsetti lagið með undirleik sinfóníuhljómsveitar.Colonel Bogey March er opinbert marséringarlag Kanadíska hersins. Upphaflega var sungin textinn "Hitler has only got one ball" við lagið, en laglínan hefur í seinni tíð ávallt verið blístruð eða leikin á hljóðfæri.Smelltu hér til að hlusta á lagið í útsetningu Malcolm Arnold.

Í fréttum

Nefnd um breytingu á Stjórnarskrá leggur til að breyta eigi þeirri grein stjórnarskrárinnar um það hvernig eigi að breyta stjórnarskránni.Ég veit ekki með ykkur, en þetta hljómaði hálf-fáránlega þegar ég heyrði þetta í útvarpinu í gær.Á svipuðum nótum, rosalega fóru þessar lagabreytingar fram hjá mér. Ef ég hef skilið 9. grein rétt, þá verða tóbaksreykingar m.a. bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum. Þetta er nú alveg helvíti mikil breyting, þó ég fagni henni vissulega og skilji ósköp vel að starfsfólk veitingastaða vilji að vinnustaður þeirra sé reyklaus. Þetta verður kannski erfitt í fyrstu, en svona breytingar hafa reynst vel í Noregi, á Írlandi og á Skotlandi.Um leið og ég hrósa Lýðheilsustöð fyrir frumkvæðið að þessum breytingum, þá verð ég eiginlega að hrauna aðeins yfir fiskbæklingin sem stofnunin gaf út. Mér finnst fiskur góður og fagna því að fá uppskriftir að honum inn um bréfalúguna. En slagorðið aftan á bæklingnum...Verum frísk - borðum fisk...er eitt það allra versta sem ég hef heyrt á ævinni. Ef það er eitthvað verra en hallærisleg slagorð sem ríma, þá eru það hallærisleg slagorð sem ríma næstum því.

Gleði gleði og meiri gleði

Þá er ótrúlega mikilli gleðihelgi lokið. Hún byrjaði nú á því að mamma mín, Hrönn Jónsdóttir mætti í borgina til að heimsækja 4/5 af börnunum sínum og sennilega 4/11 af barnabörnunum sínum.Á föstudaginn var smákynning hjá yfirmanni mínum á neyslutrendum heimsins. Það var alveg stórkostlega gaman og spruttu fram mjög hressilegar umræður í kjölfarið yfir nokkrum ísköldum. Mikið agalega er ég ánægður með að starfa með svona gáfuðu og skemmtilegu fólki.Á laugardaginn vorum ég og Þóra gríðarlega afkastamikil. Við fórum í ræktina klukkan 9 um morguninn, versluðum eins og vindurinn í Bónus, þrifum íbúðina, bökuðum bollur og héldum kaffiboð. Gestir voru ekki af lakari endanum, en þar voru saman komin mútter, tengdó, tengda-amma og Skinkfán Helgason (sem á btw afmæli í dag. Til hamingju gamli!!). Undir blálokin mættu svo Helga Tul ásamt dóttur sinni. Heljarinnar geim.En dagurinn var ekki búinn. Einar Hróbjartur og Ágústa kærastan hans komu í heimsókn um kvöldið. Eftir ansi marga drykki og glæstan sigur Eika Hauks héldum við fjögur ásamt Stuðmundi Inga og Þóreyju frænku hans á Nasa, þar sem Paul Oscar hélt uppi stanslausu stuði til klukkan 5 um nóttina.Snilldarhelginni lauk síðan á sunnudaginn með ótrúlega massífum þynnkuhádegisverði á Ruby Tuesday, þar sem kallinn sporðrenndi einu stykki Ultimate Colossal Burger. Um kvöldið bauð mamma síðan í hangilæri í Hafnarfirði.Sumsé, ótrúlega skemmtileg helgi þar sem vinir, ættingjar, Páll Óskar, Eiríkur Hauks og Ljótu Hálfvitarnir héldu uppi gleðinni. Hvað getur maður annað en verið jákvæður eftir svona helgi?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband