Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði birti á dögunum eftirfarandi færslu á síðu sinni http://kolbeins.blog.is:Tilvinun hefst:Fermingarklám SmáralindarAuglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: "Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur." Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.Tilvitnun lýkurFærsla þessi olli talsverðu fjaðrafoki og voru sumir ekki sáttir við færslu þessa. Guðbjörg Hildur brást við með því að taka færsluna út. Það er hins vegar skammgóður vermir, þar sem internetið hefur þann eiginleika að það sem er einhverju sinni skrifað þar, verður þar áfram.Það eina sem þarf að gera er að leita á leitarvélum að fyrirsögninni "Fermingarklám Smáralindar". Og viti menn, leitarvélin skilar færslunni eins og hún var áður en hún var gerð óvirk af notanda. Ástæðan er sú að leitarvélar finna þá færslu sem oftast hafa verið skoðuð eftir leitarskipunina "Fermingarklám Smáralindar", þó svo að búið sé að uppfæra þráðinn síðan færslan var birt.Google skilaði slóðinni: http://www.google.com/search?q=cache:uIR_PBU7Hp4J:kolbeins.blog.is/blog/kolbeins/entry/140073/+fermingarkl%C3%A1m+sm%C3%A1ralindarÞá er einnig hægt að nota Wayback vél Internet archive, www.archive.org, til að fletta upp gömlum færslum. Internet archive er stofnun sem sér um vistun alls efnis á internetinu, svo hægt sé að fletta upp vefsíðum aftur í tímann. T.d. geta menn skemmt sér við að fletta upp gömlum útgáfum af vefsíðum stórfyrirtækja á borð við McDonalds árið 1996. Reyndar á þetta ekki við um færslu Guðbjargar, því hún er of ný. Einhverntímann verður samt hægt að fletta þessari færslu upp þar.Mergur málsins er: What goes on the internet, stays on the internet.Ég ætla ekki að tjá mig mjög mikið um innihald færslunnar, en vil samt segja alveg eins og er að færslan sem slík stimplar fyrirsætuna sem klámdrottningu og gleðikonu. Það gerði bæklingur Smáralindar ekki. Ég man eftir að hafa fengið þennan bækling með annað hvort Fréttablaðinu eða Blaðinu, en ég tók ekki einu sinni eftir myndinni. Ég sá bara nafn Smáralindar á bæklingnum. Hvort Guðbjörg hefur tekið of stórt upp í sig með þessum skrifum skal hér ósagt látið. Tilraunin til afvirkjunar færslunar segir kannski meira um það.