Popplagatextar

Margir misgóðir textar hafa verið ortir við popp- og rokktónlist. Oft tekst mönnum illa til, t.d. í laginu Stjörnuryk með hljómsveitinni Írafár.Hún var bar´að reyna´að sýnaHvað í henni bjóFólkið reyndi, dæmdi, sýndiEn allt að lokum tókstNú flýgur hún háttEn hvernig kemst hún niðurÞað nær engri áttÞað reyndist vera sattAð hún fór upp of hrattOg stundum tekst mönnum hræðilega illa, eins og í laginu Myndir með Skítamóral.Ég horfi á gamlar myndirog tímabil sem gleymast birtast mér í augum þérMér finnst þú vera hjá mérhugmynd þín er friðþæging í endalausri þráÞegar menn hins vegar taka sig passlega hátíðlega, þá er það oft kersknin sem ræður ríkjum og menn fara að gera tilraunir. T.d. í laginu Reykingar með Stuðmönnum.Ég er á skósíðum frakkaþað er fallegt á Stokkseyrarbakkaþú varst sjálfur í eina tíð prakka-ritvél hefur takkahverjum sem það er að þakkaÞarna er Valgeir Guðjónsson á ferð, eftir því sem ég best veit. Þarna gerir hann tvennt mjög skemmtilegt.1. Hann skeytir saman þéttbýlunum Stokkseyri og Eyrarbakka og úr verður Stokkseyrarbakki. Með því er hann að lýsa hug popparans sem ferðast sveitaballa á milli og staðirnir eru í raun hver öðrum líkir.2. Hann skeytir saman orðunum prakkari og ritvél, þ.e. -ri endingin á orðinu prakkari verður byrjunin á orðinu ritvél í næstu línu. Það er kannski ekki mikill boðskapur í ljóðinu, en þetta er fyndið og skemmtilegt. Er það ekki einmitt tilgangurinn með þessu?Þá gerði David nokkur Bowie mjög skemmtilegan hlut í laginu Space Oddity.Ground Control to Major TomYour circuit's dead, there's something wrongCan you hear me, Major Tom?Can you hear me, Major Tom?Can you hear me, Major Tom?Can you....Here am I floating round my tin canFar above the MoonPlanet Earth is blueAnd there's nothing I can do.Þarna notar Bowie tækifærið og lætur orðið hear verða að here í beinum kaflaskiptum úr brú inní vers 2. Þetta er algjör snilld. Svona á að gera texta.

Túú dííí ærport

Fyrsta myndbandið komið inná bloggið mitt. Hin magnaða Pepsi auglýsing Túúú dííí ærport. Sjáið myndbandið á myndbandasíðunni.

DV: Sóðamálin í nýjar hæðir

Ég hef fylgst nokkuð grant með eftirmála fréttar DV um einhenta kennarann sem sagður var nauðga piltum.Í fyrsta lagi þá segir DV ekki í eiginlegum skilningi neitt ósatt, þegar maðurinn er sagður hafa brotið af sér. Með áherslu á orðið "sagður". Ef ég myndi nú taka uppá því að segja að kennarinn minn í grunnskóla hafi nauðgað mér, væri hann þá ekki sagður hafa brotið af sér. Tæknilega er það rétt. Málið snýst bara ekki um þetta.Þó fréttamennska af þessu tagi sé kannski freistandi fyrir þá sem hafa áhuga á að velta sér uppúr svokölluðum "sóðamálum", þá er þetta ekki í takt við það sem ég hef alltaf talið tilgang fjölmiðla. Ég hef nú stúderað fjölmiðlafræði og þannig er mín sýn á fjölmiðla (sér í lagi fréttir) fjórþætt:1. Fjórða lýðræðislega valdið.2. Skráning samtímasögunnar.3. Spegill samtímans, gjá inní fortíðina og jafnvel spá um framtíðina.4. Fræðsla og tilkynningaskylda."Hvað gerðist í dag og í gær og hvað gæti gerst á morgun?" er spurningin sem maður varpar óbeint fram þegar maður flettir dagblaði, horfir á kvöldfréttir eða skoðar fréttavefi á Netinu. Þessir miðlar eiga að svara því að mínu mati. Var einhver afbrotamaður sakfelldur? Hvernig fóru leikirnir í gær? Hvernig verður veðrið á morgun?Það er ekki smekklegt að birta upplýsingar um að fatlaður maður sé sakaður um afbrot, en að ekki sé ennþá víst hvort hann framdi það. Það er heldur ekki smekklegt að birta myndir af manni sem skaut annan mann til bana. Þetta hefur verið gert og ekkert hugsað um það að maðurinn eigi fjölskyldu, yngri systkini o.þ.h. Fjölskylda afbrotamanna á ekki að þurfa að lesa um þeirra gjörðir í fjölmiðlum. Það er hægt að fjalla um hina myrku hlið Íslands án þess að vera með ókurteisi, dónaskap og skítlegt eðli.Í viðtali við Kastljósið lýsir Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, því yfir að þeir segi umfram allt sannleikann og séu yfir siðareglur Blaðamannafélags Íslands hafnir. Þá er tvennt sem ég vildi gjarnan spyrja um:1. Hvað er sannleikur? Er það sannleikur ef ég segi að einhver hafi brotið á mér? Er það ekki meiri sannleikur ef fréttin er á þá leið að einhver sé dæmdur í héraðsdómi fyrir afbrot sem hann framdi á mér?2. Hver afhenti DV einhvern refsivönd fyrir hönd þjóðarinnar? Það gerði ég a.m.k. ekki.Ég hef hingað til verið mjög "liberal" gagnvart DV og hef talið að þeirra fréttamennska hafi verið svona jaðarfréttamennska, sem væri kannski nauðsynleg í flórunni. Nú hef ég kúvent skoðunum mínum og segi það og skrifa að Ísland geti vel verið án DV. Ég sakna þó blaðsins eins og það var um miðbik síðasta áratugs. Málefnalegt, óháð og metnaðarfullt dagblað með mikla áherslu á íþróttir.

Atomstation

Var að leita að síðunni hjá Atómstöðinni, bandinu hans Óla Rúnars. Fór inn á atomstodin.com og forwardaði síðan inná myspace síðuna þeirra, www.myspace.com/atomstation. Þetta er flott síða hjá þeim með innbyggðum media player. Ég er mjög ánægður með þá. Starlightgirl er auðvitað bara erlenda útgáfan af Stjörnustelpa og This bird has flown er erlenda útgáfan af coveri þeirra af Fuglinn er floginn, sem Utangarðsmenn gerðu svo ódauðlegt um árið. Dramaoverdoze hef ég hins vegar ekki heyrt áður. Kannski er það bara minn missir. Þetta er mjög vel heppnað rokklag og mér líst vel á þessa drengi.Í hnotskurn: Atómstöðin rokkar sullfeitt. Hún fær þann heiður að vera fyrsti Gamma tengillinn minn.

Sólóplatan mín

Hérna er það. Ég strengdi þess heit að gefa út sólóplötu á árinu. Hér er hún og hérna er semsagt bakhliðin á plötunni. Coverið verður hannað síðar. Það er eflaust mjög sjaldgæft að tónlistarmenn ákveði titil plötu og heiti allra laga á henni áður en byrjað er á sjálfu verkinu. En ég ætla að gera það samt sem áður. Öll lögin eru ósamin ennþá, fyrir utan eitt, en það er hið magnaða Negerpunk lag "Pictures of cats".Svona verður bakhliðin. Mér finnst þetta ágætis byrjun og það verður sérstaklega mikið challenge að fylgja eftir genre á lögunum. Ég hef t.d. ekki hlustað mikið á pólskt pönk eða kristið bófarapp, en ég er viss um að þetta eru hvort tveggja athyglisverð konsept. Þá er bara að fara að semja. Öll hjálp er vel þegin.

Ósvífni eða hvað

Mér finnst það svolítið ósvífið að einhver gaur sem er með síðuna www.gormur.net skuli stela orðrétt því sem ég skrifaði um World of Warcraft í gær og posta því á B2.is. Útkoman er hérna og ég er langt frá því að vera sáttur við þetta. Ég viðurkenni það fúslega að þessi 40 atriði sem ég skrifaði um í gær eru sum þýdd og sum stolin. En u.þ.b. helmingur þeirra er saminn af mér. Ekki nóg með það að atriðin séu þarna, heldur er upphafstextinn orðréttur inná síðunni.Kannski hefur stjórnendum B2.is, þeirrar ágætu síðu, ekki fundist við hæfi að vísa í bloggsíðu. Kannski vissu þeir ekki að það er hægt að gera permlink á færsluna og ákváðu því að skvera þessu á aðra síðu.

40 atriði sem benda til þess að þú sért búinn að spila World of Warcraft of mikið

World of Warcraft er að mínu mati leikur ársins 2005. Hann kom reyndar út árið 2004 og var valinn leikur þess árs af mörgum helstu PC leikjarýnendum. Hér koma 40 atriði sem benda til þess að maður spili World of Warcraft of mikið. Sumt stolið, sumt þýtt, restin frumsamin.1. Þú ferð að spá í armor level á fötunum þínum.2. Þú gefur kærustunni hálsmen og spáir í því hvaða bónusar séu á því.3. Þú stígur á rottu og drepur hana og ert hundfúll af því að þú fékkst ekki xp fyrir það.4. Þú blikkar augunum og ert hissa af því að þú færist ekkert.5. Þú hleypur í vaskinn til að fá þér vatssopa vegna þess að þú ert orðinn manalaus.6. Þú saumar þín eigin föt og skilur ekkert í því afhverju þú verður ekkert betri eftir nokkur skipti.7. Þú skýtur hund nágrannans, húðflettir hann og reynir að gera brynju úr skinninu.8. Þú hleypur um á fjórum fótum haldandi að þú ert í traveling form.9. Þú byrjar að drepa fólk í von um að það droppi linen cloth.10. Þú sagðir við prestinn í jólamessunni "I seek training in the way of the priest"11. Þú safnar gleym-mér-eyjum því að þú heldur að það sé peacebloom.12. Tekur að þér úlf sem pet13. Getur ekki tekið upp matarhníf því að "You are not proficiant with that weapon."14. Invite-ar samnemendum/vinnufélugum í raid party til að taka niður næsta skóla/fyrirtæki.15. Segir kennaranum/yfirmanninum að þú kunnir ekki common og byrjar að tala gutterspeak.16. Tekur upp grjót fyrir utan uppáhalds barinn þinn með því hugarfari að "hearthstona" þangað aftur fyrir lokun17. Verður vitni að banaslysi hleypur að sjúkraliðunum og öskrar "Þetta er allt í lagi, ég get rezað hann"18. Þú ferð í kirkju og segir við prestinn að þú sért að leita þér af healer.19. Þú ert í Hagkaup og kemur auga á dverg. Þú öskrar "Alli hjá salatbarnum, gönkum helvítið"20. Þú byrjar að borða og drekka sitjandi á gólfinu21. Rétt áður en að þú hoppar niður fjallsbrún segirðu "þetta er allt í lagi ég er með slowfall"22. Þú leitar að Inspect takkanum til að tékka á armor value hjá vinum þínum.23. Þú ferð í afmæli og segir við afmælisbarnið "gratz with the level up"24. Þú hleypur út á land og leitar að flight-pöthum.25. Þú hvílir þig í nokkra daga úr vinnu og sendir alt characterinn þinn þangað.26. Þú hvílir þig í nokkra daga úr vinnu og undrast svo yfir því þegar þú snýrð aftur af hverju þú færð ekki meira xp en venjulega.27. Í stað þess að segja brandara í vinnunni, þá skrifar þú /silly og síðan /lol28. Þú hefur farið oftar á fyllerí í Orgrimmar heldur en niðri í bæ.29. Þú passar þig vel í útlöndum, vegna þess að það er contested territory.30. Þú corpse campar í líkhúsinu.31. Þú tímir ekki að kaupa neitt, því þú ert að safna þér peningum fyrir reiðskjóta.32. Þú leitar að Zeppelin turninum á flugvellinum.33. Þú reynir að loota dauða rottu.34. Þú reynir að disenchanta öll fötin þín sem þú ert hættur að nota.35. Þú stealthar inn á skrifstofuna þegar þú kemur of seint.36. Þú loggar þig út með fjarstýringunni þegar þú hættir að horfa á sjónvarpið.37. Þegar þú villist í umferðinni, þá reynirðu að finna hnit á thottbot.38. Þú biður vini þína um að böffa þig.39. Þú kaupir þér poka til að leggja inn í bankann.40. Þú bloggar um 40 atriði sem benda til þess að þú sért búinn að spila WOW of mikið.

Best og verst á árinu 2005 #1 - Íslensk tónlist

Um leið og ég óska vinum og vandamönnum gleðilegs árs, þá ætla ég að hefja yfirferð á árinu 2005. Næstu tvær vikur eða svo mun ég fara yfir það sem mér fannst vera best og verst á árinu 2005. Ég ætla að byrja á efni sem er mér mjög hugleikið - íslensk tónlist.
Best:Ampop - My DelusionsFrekar rólegt, melódískt, vandað og úthugsað popp þar sem bólar á breskum áhrifum. Talsvert hafa liðsmenn Ampop skipt um gír frá því fyrir þremur árum, þar sem þeir spiluðu raftónlist. Mæli hiklaust með þeim og þeir renna ljúflega á geislanum.
Hjálmar - Hljóðlega af stað og HjálmarÞó Hljóðlega af stað hafi verið gefin út í fyrra, þá lifði platan góðu lífi árið 2005. Frábær plata og fékk mig til að endurskoða afstöðu mína til reggítónlistar. Nýju plötuna hef ég ekki krufið til mergjar ennþá, en fyrstu viðbrögð eru mjög góð.
Sigur Rós - TakkÞó ég sé alveg á síðasta séns með spiladósir, klukkuspil, barnagælur og falsettusöng Sigur Rósar, þá verð ég að viðurkenna að Takk er prýðileg plata. Hún hitti betur í mark hjá mér en nafnlausa platan.
Ég - plata ársinsAlgjör snilld. Þrælskemmtileg og frumleg plata. Góð blanda af poppi, rokki og hreinni tilraunamennsku. Maður veit eiginlega aldrei hvað gerist næst. Textarnir hljóma fyrst eins og grín, en á bakvið eru miklar pælingar um lífið og tilveruna.
Baggalútur - Pabbi þarf að vinnaBaggalútsmenn eru síðustu ár búnir að stimpla sig inn sem úrvalsgrínarar. Einnig hafa þeir gefið út hin ýmsu dægurlög í jólabúningi frá því árið 2001. En á Pabbi þarf að vinna, þá þurfa þeir að takast á við ákveðið vandamál. Þegar fólk er hætt að hlægja að lögunum, þá þarf að hafa gaman af þeim. Það tekst að þessu sinni. Þrælgott.
Dr. Spock - Dr. PhilÞrælmagnað fönk-, djass-, diskó- og pönkmengað þungarokk frá hljómsveit sem skipuð er úrvalsher tónlistarmanna. Óttar Proppé er líka algjör snilldarsöngvari. Kannski ekki besti söngvari á landinu, en samt mesti töffarinn.
Rass - AndstaðaÞarna er Óttar Proppé aftur á ferð með frekar ófrumlegt og illa spilað pönk. En það þarf ekki allt að vera frumlegt. Pönk á að vera illa spilað, út úr takt og frekar hrátt. Textarnir eru auðvitað með grínívafi, en þó mjög pólitískir. Gaman að sjá pönk aftur.
Lights on the highway - Lights on the highwayÞar sem ég er mikill aðdáandi Alice in chains, þá var ég mjög feginn þegar ég heyrði áhrifin á Lights on the highway. Virkilega góð rokkplata, ekkert flóknara en það.
Annað gott á árinu:Emilíana TorriniMínusbarðiBenni Hemm HemmStórsveit Nix Noltes
Verst:
Skítamórall - Má ég sjáHöfundar texta á borð við ?Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul blöð hjá mér? bregðast ekki frekar enn fyrri daginn og snöggsjóða einhverskonar Einars Ágústslausts come-back. Þeir klekja út með textum eins og ?Hún tendraði ljósið? og ?Hvað væri lífið án þín, þú gefur mér tilgang og sýn?. Þetta er vont.
Ýmsir - JólaskrautAlveg finnst mér það hundleiðinlegt þegar sígild jólalög eru færð í einhverskonar sparibúning til þess eins að fá nokkrar krónur í kassann. Það er ekki hægt að segja að þetta sé tilraun til að fá unga fólkið til að hlusta á gömlu lögin, þar sem þau eru hvort eð er í spilun. Af öllum mönnum, þá er það Sveppi sem stelur senunni, en hann er hressastur allra á þessari plötu. Annars er þetta á botninum á ruslatunnunni.
Íslensku dívurnar - Frostrósir IIIAllt í lagi. Nr. 1 og 2 var í lagi, en þetta er nú orðið dálítið þreytt. Ekki er ég hissa á því að þetta verði síðustu frostrósirnar. Enginn efast um hæfileikana, en útkoman er frekar döpur og þreytt.
Nylon - Góðir hlutirÉg vorkenni nú eiginlega stelpunum í Nylon. Þær eru mjög vinnusamar og duglegar eru í sjálfu sér ekki að gera neitt rangt. Þær geta alveg sungið og dansað, en það er ekki málið. Fjöldaframleitt popp rétt fyrir jól hittir bara ekki í mark hjá mér. Lögin eru ekkert alslæm, en það er eitthvað ekki gott við þetta.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband