Prufufærsla

Sælinú.  Ég ætla að reyna að vera hérna á mbl blogginu, en mun hætta því ef ég get ekki rss streymt færslum beint yfir á 123.is bloggið.  Með því gæti ég kannski náð fleiri hittum á  það.  Hver veit

Fáheyrð en Marghlustuð #15

Andrew nokkur Roachford var maðurinn á bakvið hljómsveitina Roachford. Mér finnst það nú alltaf hálf hallærislegt þegar aðalmaðurinn í hljómsveitum nefnir sveitina eftir sjálfum sér, bara til þess að vekja athygli á sjálfum sér en draga hana frá öðrum (t.d. Eddie Van Halen og Jon Bon Jovi). En auðvitað geta verið margar ástæður fyrir því að mönnum finnist Roachford vera eitursvalt nafn. Mér dettur reyndar engin ástæða í hug.Roachford á góðar 8 smáskífur á Uk top 40 listanum. Sú síðasta var How could I árið 1998 (34. sæti) og þar áður The way I feel árið 1997 (í 20. sæti). Blálok 9. áratugarins og í upphaf þess 10. var þó blómaskeið Roachford. Þar fer fremst í flokki Cuddly toy sem náði hæst 4. sæti á listanum og miklum vinsældum í Evrópu. Í kjölfarið fylgdu smellir á borð við Family Man og Get Ready.Andrew Roachford er enn í fullu fjöri. Síðasta sólóplata hans kom út í marsmánuði í fyrra. Hún fékk ákaflega slæma dóma.Cuddly toy er lag vikunnar. Þetta lag hafði ég margsinnis heyrt án þess að gera mér grein fyrir flytjandanum. Ég sá meira að segja myndbandið einhverntímann, en mig minnir að það hafi vantað track information, þannig að ekki komst ég að því hver flytjandinn var. Semsagt dæmigert lag sem margir hafa heyrt, en færri vita hver flytur. Kannski flestum alveg sama.Smelltu hér til að hlusta á Cuddly toySmelltu hér til að skoða myndbandið á Youtube

Úrbætur flokka

Það var kominn tími til að fá smá control á þetta. Ef litið er til flokkana hérna á vinstri spássíu, þá eru fjórir flokkar þar. Nú er ég loksins búinn að virkja þessa flokka. Flokkar þessir eru þægilegir að því leyti sérstaklega að það er hægt að setja eina færslu í marga flokka. Hér er örstutt samantekt á þessum flokkum:Blogg: Allt sem skrifað er í þessa vefdagbók. Líka hin "geysivinsælu" Magic spil vikunnar og Fáheyrðu en marghlustuðu lögin.Excel: Sem og þetta forrit er eiginlega það eina góða við Microsoft Office, þá er ég mikill notandi þess. Ég hef ætlað að pósta nokkrum skemmtilegum lausnum í Excel. Fólk má endilega skrifa mér línu í komment, gestabók, eða senda póst á kelovic hjá gmail.com ef það vill fá einhverjar sérstakar lausnir.Fáheyrð en marghlustuð: Yfirleitt eru þarna lög sem margir/flestir hafa heyrt en ekki alveg vitað hver er flytjandi. Þetta eru svona lög sem maður heyrir annað slagið með öðru eyranu í útvarpi en pælir aldrei í.Magic spil vikunnar: Atburðir líðandi stundar út frá sjónarhóli safnkortaspilsins Magic the gathering.

Heldur óskemmtilegt

Kominn tími á smá færslu.Þetta var ekkert annað en grátlegt í gærkvöldi. Mér fannst nú Liverpool eiga meira skilið úr þessum leik en þetta sára tap. Mér finnst það nú líka lágmarks kurteisi að dómarinn leyfi allavega liðum að spila allan uppbótartímann. Hann flautaði af hálfri mínútu áður eða svo. Helvítis nasistinn. Ekki nóg með þetta, heldur var bölvaður krautinn með flautukonsert allan tímann og fyrir vikið var þessi leikur alltaf að stöðvast. Mér finnst nú skemmtilegra þegar dómarar láta leiki halda áfram. Meiri hraði og meira action. En svoleiðis vill Fritz greinilega ekki.Það voru að lokum spagettídrjólarnir frá mafíulandi sem unnu leikinn.Í öðrum fréttum er það helst að niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi benda til þess að tapsárir áhangendur fótboltaliða grípa gjarnan til níðlegra ummæla um kynþátt og uppruna knattspyrnumanna í öðrum liðum og dómurum.Magic spil og tónlist koma von bráðar.

Stuð á föstudegi

Þó Eiríkur rauði hafi ekki verið í neitt sérstaklega góðu stuði í viðtalinu í tíufréttum RÚV í gærkvöldi, þá eru ég og pabbi minn allavega í stuði í dag.Hér er ég í stuði (heiti reyndar orkell (helvítis íslensku sérstafirnir)).Hér er pabbi minn í stuði.Það er heldur ekki oft sem maður notar tvöfaldan sviga. Það er geðveikt.Það eru kosningar á morgun. Ég hvet alla til að fara og nýta kosningarétt sinn. Þó svo þeir fari bara til að skila auðu. Eftir að hafa grandskoðað framboðslistana, málefnin, hugmyndafræðina, loforðin og allar ömurlega illa photoshoppuðu myndirnar, þá hef ég komist að niðurstöðu. Því miður er hún sú að ég þarf að kjósa skásta kostinn, eftir að hafa beitt útilokunaraðferðinni.Kannski maður stofni bara stjórnmálaflokk.

Magic spil vikunnar #15

Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir Eurovison og akkúrat núna. Ég vona innilega að Eiríkur komist í úrslit. Eiríkur er eini maðurinn sem getur talað norsku og sænsku, en haldið kúlinu á sama tíma.Magic spil vikunnar er að sjálfssögðu rauðhærða rokktröllið frá Íslandi. Áfram EiríkurTil að skoða samantekt Magic spila vikunnar er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Fáheyrð en Marghlustuð #14

Það var einu sinni maður sem hét Guðjón Auðunn, en var alltaf kallaður Gauni. Gauni var staddur á bar í Madrid, ásamt Jorge, spænskum vini sínum. Gauni spurði Jorge á spænsku ¿Usted quisiera que le comprara una cerveza (Viltu að ég kaupi handa þér bjór?). Jorge svaraði Sí-Gauni./ToiletflushÞessi mjög svo slæmi brandari tengist máli sem var í fréttum í gær. Þremur hópum rúmenskra sígauna var vísað úr landi í gær af yfirvöldum. Ég ætla svosem ekki að tjá mig sérstaklega um þetta mál, en þetta tengist fáheyrða en marghlustaða lagi vikunnar. Við þurfum að hverfa til ársins 1991 (Alltaf gaman að hverfa til einhvers tiltekins ártals), nánar tiltekið til sumarsins. Þá heyrðist á öldum ljósvakans mjög einkennilegt RnB/Disco/House/Urban lag með söngkonunni Crystal Waters. Þetta lag nefnist Gypsy Woman. Lagið er ekkert sérstakleg skemmtilegt, en ég er viss um að margir kannast við lagið án þess að vita hver flytjandinn er.Smelltu hér til að hlusta á Gypsy Woman.

Afmælisbarnið


Afmælisbarn dagsins er auðvitað elsku Þóra mín. Þessi frábæra kona er 26 ára í dag og verður vonandi í jafn góðu stuði í dag og á myndinni hér að ofan. Til hamingju, elskan mín.

Magic spil vikunnar #14

Mér er alveg sama þó að Jónína Bjartmarz hafi engin áhrif haft á ákvörðun Allsherjarnefndar alþingis vegna veitingu ríkisborgararéttar tengdadóttur sinnar. Það má vel vera að hún hafi ekki gert það, meira að segja trúi ég að hún hafi ekki ætlað að hafa áhrif á það. Það skiptir bara engu máli. Umfjöllunin verður alltaf á neikvæðan hátt, sérstaklega þegar svona stutt er í kosningar. Þetta átti hún að vita.Tímasetningin er einhver sú versta í sögu stjórnmála á Íslandi. Er ekki líklegt að einhver í Allsherjarnefndinni hafi frétt það að hér væri um að ræða tengdadóttur Jónínu? Þó svo að hún hafi ekki sagt neinum frá því, þá er Ísland frekar lítið land. Svona hlutir eiga það til að fréttast.Algjört klúður korteri fyrir kosningar. Hvernig datt henni í hug að þetta myndi ekki vekja athygli. Sannleikurinn skiptir engu máli þegar þetta lítur svona út.Magic spil vikunnar er því Jónína BjartmarzTil að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

Fáheyrð en marghlustuð #13

Lag vikunnar er að þessu sinni af Hollenskum uppruna. Hollendingar hafa brúkað ýmislegt í tónlist í gegnum tíðina. Mörg Hollensk böndin verður þó að flokka sem einsmells-undur, eins og t.d. 2 unlimited (No limit), Anouk (Nobody's wife), Vengaboys (Boom boom boom boom), Golden earring (Radar love), Shocking blue (Venus), George Baker (Little green bag), Kane (Where do I go now).Svo eru auðvitað listamenn sem notið hafa meiri hylli, eins og t.d. Alice Deejay og Armin Van Buuren. Armand Van Helden er einnig að hluta til Hollenskur að mér skilst. Hér er um að ræða technotónlist. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar tónlistar, en Það er þó hljómsveit sem vakti heimsathygli á 8. áratugnum með plötunni Moving Waves. Það er hljómsveitin Focus. Lag vikunnar er reyndar ekki af Moving Waves, heldur af tvöföldu plötunni Focus III. Lagið Sylvia er lag sem margir hafa eflaust heyrt einhverntímann, en fáir hafa vitað hver var þar að verki. Eftir því sem ég best veit, þá var það gítarsnillingurinn Jan Akkerman sem samdi þetta stórskemmtilega lag. Gítar-riffið í laginu er snilld.Smelltu hér til að hlusta á lagið Sylvia með hljómsveitinni Focus.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband