6.3.2007 | 12:10
Allsber í Hafnarfirði
Sælinú.Það er lítið varið í að blogga þegar maður er veikur, þannig að ég lét það alveg eiga sig í síðustu viku. Ég skulda reyndar Magic spil og eitt fáheyrt en marghlustað lag. Það verður bara tvennt af hverju í þessari viku. Af nógu er að taka.Draumar geta verið magnað fyrirbæri og einn slíkan dreymdi mig í nótt sem ég mun eflaust muna alla mína tíð. Mig dreymdi sumsé að ég væri á rúntinum í Hafnarfirði. Þar rakst ég á góðvin minn frá Djúpavogi og annan tveggja liðsmanna hljómsveitarinnar Arkanoid, Jón nokkurn Davíð Pétursson (A.k.a. Jóndi, Bachim). Þar var félaginn alveg mökk-ölvaður og hélt á WHS spólum í poka. Kallinn var að banka uppá hjá fólki í Hafnarfirði og bjóða því að horfa á spólurnar ókeypis. Á þessum spólum voru upptökur úr Sænska Ríkissjónvarpinu sem hann hafði safnað í gegnum tíðina.Íbúar Hafnarfjarðar tóku ekki vel í þessa myndbandasýningu og voru bara með einhvern móral. Hann lét samt ekki deigan síga og bankaði þá bara á næsta hús og þannig koll af kolli.Ég ákvað að reyna að tala hann til, en hann lét ekki segjast og sagði að þetta væru merkileg menningarverðmæti, svo hann hélt bara leiknum áfram. Ég hálf-vorkenndi honum, þannig að ég brá á það ráð að FARA ÚR ÖLLUM FÖTUNUM og gera þannig lítið úr hans óspektum. Ég taldi mig vera að gera honum greiða. Það er verst með alla Hafnfirðingana sem urðu fyrir fyrrgreindri sjónmengun. Á endanum kom lögreglan og fór að skakka leikinn. Var þar mættur enginn annar en uppvakningur Bruce Lee, nýráðinn götulögreglumaður í Hafnarfirði. Ég hafði vit á því að vera ekkert að ybba gogg við mann sem gæti round-kickað mig þó svo að hann hefði látist fyrir meira en 30 árum síðan. Ég var handtekinn, en Jóndi slapp. Þannig að áætlun mín gekk fullkomlega upp, þrátt fyrir ákveðna eftirmála.Er ég orðinn geðveikur? Sennilega.Ef einhverja Hafnfirðinga dreymdi í nótt allsberan hlunk á götum bæjarins, þá bið ég þá afsökunar.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning