30.3.2007 | 13:42
Magic spil vikunnar #10
Vegna anna láðist mér að setja inn Magic spil í gær. Það kemur þá bara núna og það er kannski við hæfi, þar sem viðbjóðsþátturinn X-factor er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.Þessi þáttur er sá leiðinlegasti sem er á dagskrá í íslensku sjónvarpi. Keppendurnir eru fínir og auðvitað alltaf gaman að horfa á flutning tónlistar í beinni útsendingu. Ég hef séð tvo svona þætti og ég get ekki neitað því að tveir meðlimir dómnefndarinnar fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér. Annar þeirra er Ellý. Ekki veit ég hvar þeir grófu þessa manneskju upp. Kannski hefur það verið hjá lýtalækninum sem var að reyna við heimsmetið í botox-ísetningu. Hinn aðilinn er Páll Óskar. Mér finnst Páll Óskar að mörgu leyti ágætur. Hann er góður söngvari og hefur talsverða þekkingu á tónlist. En, þegar hann fer að skjalla keppendur og þá aðallega Jógvin frá Færeyjum, þá er mér öllum lokið. Auðvitað segir enginn neitt, því hann á það á hættu að vera stimplaður sem hommahatari og þess háttar. En, ég sæi ekki fyrir mér Einar Bárðarson, sem situr í sömu dómnefnd, vera að tala um það í hverjum einasta þætti hvað ein stelpan væri sæt. Þetta er alveg fáránlegt. Ætli foreldrar mínir væru stoltir af mér ef ég væri í sjónvarpsþætti og gerði ekkert annað en að tala um það hvað einhver kvenmaður í sama þætti væri fallegur? Maður spyr sig. Magic spil vikunnar er því Páll Óskar.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning