Ég er ánægður

-Með nýja þáttinn hans Jóns Ólafs á RÚV. Var að horfa á hann áðan. Býsna gott. Þær breytingar hafa nú orðið á þættinum að hann fær marga músíkanta í þáttinn í stað eins. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að RÚV eigi að fá til sín íslenska tónlistarmenn og leyfa fólki að sjá það sem það er hlusta á í útvarpinu. Einnig getur þetta verið lyftistöng fyrir íslenska tónlist.
-Með myndina um Jón Pál Sigmarsson. Fór á hana í bíó í gær ásamt pabba og Þóru. Frábær mynd um magnaðann mann. Margt eigum við sameignlegt. Báðir æfum í Gym 80 (Hann reyndar stofnaði batteríið) og báðir höfum við dálæti á skyr-hráeggjahvítu-haframjöls-próteins-banana blöndu. Einnig erum við báðir helmassaðir (hóst).
-Með að vera búinn að ná mér af meiðslunum sem hafa hrjáð mig mikið. Frábært að fara í ræktina og fótbolta aftur. Það er fátt skemmtilegra en að spila fótbolta, ef eitthvað þá er það að lyfta. I love the smell of my blood and sweat in the morning.
-Með fertugsafmælið sem haldið var mínum helsta yfirmanni í vinnunni. Ekki nóg með að ég hafi smakkað ostrur (sem eru btw hreinasti viðbjóður), heldur kom magadansmær á staðinn og kenndi m.a. Steina að dansa magadans. Steini sýndi ágætis tilþrif, en neitaði mér samt þegar ég bað um einkadans. Maður þyrfti kannski að kynnast honum betur fyrst.
Ákaflega mikil ánægja þessa dagana. Eða eins og Jón Páll orðaði það: I am not an eskimo, I am a viking.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband