21.2.2007 | 10:07
Fáheyrð en marghlustuð #5
Fáheyrða en marghlustaða lag vikunnar er söngur sem ég skal fullyrða að allir hafa einhverntímann blístrað á ævinni. Hér er um að ræða einn vinsælasta mars sem nokkurn tímann hefur verið saminn. Lagið heitir Colonel Bogey March. Höfundur upprunalega lagsins var ofursti í breska hernum sem hét Kenneth Alford Ricketts. Lagið var fyrst flutt í sinni frægustu mynd í kvikmyndinni The Brigde on the River Kwai frá árinu 1957, þar sem tónskáldið Malcolm Arnold útsetti lagið með undirleik sinfóníuhljómsveitar.Colonel Bogey March er opinbert marséringarlag Kanadíska hersins. Upphaflega var sungin textinn "Hitler has only got one ball" við lagið, en laglínan hefur í seinni tíð ávallt verið blístruð eða leikin á hljóðfæri.Smelltu hér til að hlusta á lagið í útsetningu Malcolm Arnold.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning