Næstum því hjólað í vinnuna

Þó svo mér leiðist svolítið svona "þjóðarátök" eins og ryðja sér stundum rúms, eins og t.d. fjölskylduna í öndvegi og Ísland á iði, þá verð ég að éta það ofan í mig að ég ákvað á dögunum að verða mér úti um reiðhjól til að hjóla í vinnuna í sumar. Þar sem ég hef nú ekki verið þekktur fyrir hlutskerpu í hjólreiðum hingað til, þá er mér nokk sama um á hvaða járnarusli ég hökti í vinnuna, svo lengi sem það er á tveimur hjólum. Þannig að brugðið var á það ráð í vikunni að fá lánað Trek Antilope reiðhjólið sem Þóra brúkaði frá 10 ára aldri fram að 10. bekk (eða svo gott sem). Fór ég hróðugur með (mjög svo stelpulega) reiðhjólið á næstu bensínstöð Olíuverzlunar Íslands og dældi lofti í dekkin. Allt annað virtist nú virka, þannig að ég var ekki mikið að eiga við fákinn.Morguninn eftir var komið að því að sannreyna fákinn og bruna á honum í vinnuna. Ég sendi Þóru í sína vinnu á bílnum, fullviss um það að nú tæki það mig álíka langan tíma að hjóla frá mínu heimili að Drápuhlíð 44 í vinnuna í Borgartúni. Þegar á Hólminn var komið var allur vindur úr dekkjafjöndunum. Það er semsé annaðhvort gat á slöngunni eða lekur meðfram ventli. Niðurstaðan var því sú að okkar maður spígsporaði bísperrtur í vinnuna með þeim afleiðingum að hann ætlar að læra betur á gönguljós Reykjavíkurborgar. Ég segi ekki meira en það.Þannig endaði hjólreiðaátak mitt...í bili. Það er aldrei að vita nema maður skelli bótum á slöngurnar.P.s. mér finnst eins og að reiðhjólahnakkar hafi verið stærri í den tid.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband