14.2.2007 | 08:33
Fáheyrð en marghlustuð #4
Fáheyrða en marghlustaða lag þessarar viku er Chariots of fire. Chariots of fire er titillag samnefndrar kvikmyndar sem kom út árið 1981.Kvikmyndin fjallar um tvo breska frjálsíþróttamenn og þeirra þátttöku á Ólympíuleikunum árið 1924. Höfundur Tónlistarinnar í myndinni er gríski tónlistarmaðurinn Vangelis (fullu nafni Evangelos Odysseas Papathanassiou). Eins og áður sagði er titillag myndarinnar oftast kallað einfaldlega Chariots of fire. Þetta lag ættu margir að kannast við, því það er oftar en ekki leikið undir ef einhver íþróttasyrpa (sérstaklega frá ólympíuleikum) er sýnd í slow motion.Smelltu hér til að hlusta á lagið.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning