28.2.2006 | 11:28
Hálskirtlar teknir á föstudag
Síðustu svona 2-3 mánuði hef ég varla getað verið úti án þess að fá hálsbólgu. Þetta hefur haft þær afleiðingar að ég þurfti að hætta að æfa fótbolta með ÍH (sem gekk btw bærilega), hætta í hlaupaklúbbi Nýherja og hætta að spila fótbolta úti. ERGO, kallinn hefur verið að bæta á sig, það eru alveg hreinar línur. Ræktin dugar mér ekki alveg, ég verð að komast út líka. Andremman úr mér hefur líka verið eins og úr iðrum helvítis síðasta árið og hroturnar hafa verið þannig að Þóra er nú að leita sér að eyrnatöppum.Hálskirtlarnir verða teknir á föstudaginn. Fólk hefur verið að segja mér hryllingssögur af þessari aðgerð. En ég er nú stór strákur og bjarga mér. Mér skilst að maður lifi nánast eingöngu á frostpinnum vikuna eftir svona aðgerð. Það er í góðu því frostpinnar eru ágætir. Röddin fer líka til fjandans. Það er svosem ágætt, því ég tala alltof mikið. Verst er að þurfa að missa úr vinnu. Það verður bara að hafa það. Maður græjar bara VPN tenginguna í neyð.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning