Þýðingaræði Íslendinga

Það er alveg fáránlegt stundum hvað Íslendingar eru duglegir að þýða alls kyns ensk orð. Þessi þýðingarvilji er áreiðanlega m.a. sprottin út frá Útvarpslögunum góðu.Ætli þetta endi ekki með því að menn ganga einu skrefi lengra og þýði nöfn tónlistarmanna þegar verið er að sýna frá tónleikum og þess háttar. Það er mjög gaman t.d. að skoða rappara.Aðferðamaðurinn - Method manLL Svalur J - LL Cool J50 aur - 50 CentÖnnunargagn - XzibitLagsmaður Rímar - Busta rhymesÆttbálkur kallaður leit - A tribe called questGrátviðarhæð - Cypress hillDre læknir - Dr. DreLeikurinn - The GameAlræmdur S.T.Ó.R - Notorious B.I.G.Másandi pabbi - Puff DaddySnuður hundur - Snoop DoggGamli skítugi þrjótur - Ol' Dirty BastardÞað væri óneitanlega skemmtilegt að bregða sér á tónleika með Aðferðamanninum og Lagsmanni sem rímar. Fara síðan í Skífuna og kaupa plötu með Gamla skítuga þrjóti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband