Magic spil vikunnar #9 - Öfgaverndun og öfganýting

Það er alltaf frekar sérstakt að hlusta á þá sem eru með öfga. Til dæmis í spjallþáttum eins og Kastljósinu og Íslandi í dag, þegar verið er að ræða mál eins og stóriðju og náttúruvernd. Náttúruverndarsinnar virka stundum á mig eins og þeir haldi að stefna Ríkisvaldsins sé að virkja eins mikið og landið leyfir og nota rafmagnið í framleiðslu. Með öðrum orðum að koma fyrir á Íslandi eins miklu af virkjunum og álverum og mögulegt er. Einnig kemur fyrir að stóriðjusinnar blási á rök náttúruverndarsinna og haldi því fram að þeir vilji vernda allar þúfur á landinu.Oftast er það nú þannig í umræðunni að öfgarnir standa uppúr og hinn þögli meirihluti sé á þeirri skoðun að auðvitað verði að vera fjölbreytni í atvinnulífinu og að álver sé bara einn kostur - Ennfremur lítist þeim ágætlega á þann kost. Hinn þögli meirihluti viðurkennir líka að hann sé ekkert á því að það eigi að virkja allar ár í landinu.Þegar þessi orð eru rituð, þá eru nú ekki mörg álver í landinu - en umræðan um álver er frekar áberandi. Menn gleyma því einnig oft að vatnsaflsvirkjanir eru ágætis leið til að útvega rafmagn. A.m.k. voru þær einu sinni taldar mjög góður kostur.Öfgarnir eru því: Nýtingarstefna - VerndunarstefnaMagic the gathering hefur oft nýst mér vel til að glöggva mig á alvöru málsins. Í MTG eru lönd og umhverfi notuð til þess að búa til Mana (m.ö.o orku til að kasta göldrum). Þetta er býsna nálægt því sem tíðkast í alvörunni. Með hugviti notum við orkuna í landi og umhverfi til að umbreyta henni í orku sem við getum auðveldlega nýtt. Með röngum aðferðum er hins vegar hægt að spilla landi og umhverfi meira en góðu hófi gegnir, sem takmarkar bæði nýtinguna á því í framtíðinni og hefur skaðleg áhrif á lífríki jarðar.MTG myndi nálgast þessa tvö öfga með Magic spilum vikunnar, sem eru (eðli málsins samkvæmt) tvö þessa vikuna. Environmentalism og Utilitarianism.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband