31.7.2006 | 13:43
Helgin
Um helgina höfðum við það af að versla okkur til óbóta í IKEA. Þar kom úttektin sér vel sem Þóra fékk gefins um daginn. Þá fór ég í Byko og keypti næstsíðasta ljósið í kotið.Að setja upp ljósin var önnur saga. Á þriðja ljósi þurfti að bora hressilega í loftið. Þar kom Bosch borvélin hans Guðmundar í Sæbakka sér vel. En handlaginn er ég ekki og eftir þrjú stór göt í loftið voru 2 steinborar ónýtir. Annaðhvort er kallinn svona helöflugur að borvélin hefur ekki undan eða þá að kallinn er með 10 þumalfingur. Ég hallast svona að fyrri skýringunni, þó sú síðari sé reyndar líklegri.Sunnudagskvöldinu eyddi ég síðan á knattspyrnuvellinum, þar sem fótglímufélögin FC Moppa og Nings öttu kappi. Fór því miður svo að Nings hafði betur 2-0 og ég held ég sé búinn að eyðileggja á mér hnén varanlega. Hver þarf svosem á hnjám að halda?Pæling helgarinnar: Ef maður sem heitir Brjánn borðar mikið af hrísgrjónum, gæti hann verið uppnefndur Grjónn. Gefum okkur að Grjónn hafi ekki gengið á Guðs vegum á sinni ævi. Segjum að Grjónn látist úr elli og konan hans bregði á það ráð að handsama sál hans í poka og ætla með hana að gullna hliðinu til að freista þess að koma sál hans í himnaríki. Hugsum okkur að leikritið Gullna hliðið sé um Grjón þennan. Ef annefnið Grjónn fallbeygjist síðan eins og Brjánn. Þá er það Grjónn - um Grjón - frá Grjóni - til Grjóns.Markmið með pælingunni: Myndi hljómsveitin þá heita Sálin hans Grjóns míns?
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning