Af hverju ekki kosningabarátta með Zero kjaftæði - Magic spil vikunnar #13

Maður spyr sig.Af hverju þarf Ríkisstjórnin endilega að vera með hræðsluáróður? Þeir segja yfirleitt að þeir megi ekki til þess hugsa að vinstrimenn komist til valda. "Hvað verður þá um hagvöxtinn?". Það er eins og vinstrimenn hafi aldrei verið í stjórn á hagvaxtarskeiði eða á tímum kaupmáttaraukningar.Af hverju þurfa vinstrimenn endilega að segja að núverandi hagvaxtarskeið og kaupmáttaraukning sé blekking? Ennfremur, af hverju halda þeir því fram að fólk lepji beinlínis dauðann úr skel?Ég hef engann áhuga á svona áróðri. Ég hef meiri áhuga á málefnunum. Hvað snúast kosningarnar um að þessu sinni? Fyrir mér eru 3 atriði sem standa uppúr (ekki í neinni sérstakri röð).1. Umhverfismál. Ég nenni ekki að hlusta á frambjóðendur gaspra um þessi mál. Sumir þeirra virðast ekkert vita hvað þeir eru að tala um. Ég vildi gjarnan sjá flokk sem myndar stefnu byggða á markmiðum í umhverfismálum í hnattrænu samhengi, ekki bara á Íslandi.2. Heilsa. Bretar spáðu því á dögunum að árið 2010 verði 33% karla og 28% kvenna of feit. Ég veit ekki hvar Íslendingar eru staddir í dag, en ég hugsa að þetta sé að fara á hinn versta veg. Ég vil sjá einhverja framtíðarstefnu í þessum málum einnig. Bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Það er ekki nóg að vera með áróður. Það þarf að finna leiðir til að gera öllum kleift að stunda heilbrigt líferni.3. Hugvit. Horfum aðeins til hugbúnaðarfyrirtækisins CCP gaming, sem bjó til fjölspilunarleikinn EVE Online. Fyrirtækið er í 60. sæti yfir stærstu fyrirtæki Íslands og mun eflaust fikra sig ofar á næstunni. Nú er bara komið að því að við getum farið að flytja út þekkingu. Ég vil sjá einhverja framtíðarstefnu á sviði hugvits.Það eru auðvitað margir aðrir málaflokkar sem þarf að reka. Ég hef bara ekki áhyggjur af þeim eins og er, sem þýðir kannski að það er margt sem er í góðu lagi. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að tala um þetta skítakvótakerfi. Því verður ekki breytt mikið héðan af. Ofangreind mál eru þess vegna stærstu málin í mínum huga.Að lokum þætti mér gaman að heyra einhvern í stjórnarandstöðunni segja að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig ágætlega, en að betur megi fara. Um leið og skítaáróðurinn byrjar, þá hætti ég að hlusta. Þetta á líka við um stjórnarflokkana. Um leið og hræðsluáróðurinn byrjar, þá missa þeir athygli mína.Magic spil vikunnar er í takt við þessar hugleiðingar. Það er svokallað Split card, sem ber nafnið Governance/Opposition, eða stjórnun/andstaða. Split spil virka þannig að þegar því er spilað út, ræður eigandi þess hvora hliðina hann notar.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband