28.3.2007 | 08:35
Fáheyrð en marghlustuð #9
Lag vikunnar er nú alveg á grensunni með að vera marghlustað. Ég held að fáir hlusti á þetta lag dags daglega. En um miðjan 9. áratuginn var sýnd í Ríkissjónvarpinu Brasilísk Telenovelas Sápuópera, sem bar nafnið Escrava Isaura á frummálinu. Á okkar ástkæru íslensku hét þátturinn Ambátt. Titillag þáttarins er fáheyrða en marghlustaða lag vikunnar, með engum öðrum en Dorival Caymmi. Ég held að lagið heiti Retirantes, þó ég sé nú ekki alveg viss. Jóndi fær miklar þakkir fyrir að muna hvað þátturinn hét á frummálinu. Lagið er nú ekkert sérstaklega gott, en vekur kannski upp aulahroll hjá mörgum.Smelltu hér til að hlusta á lagið.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning