24.5.2007 | 08:17
Heldur óskemmtilegt
Kominn tími á smá færslu.Þetta var ekkert annað en grátlegt í gærkvöldi. Mér fannst nú Liverpool eiga meira skilið úr þessum leik en þetta sára tap. Mér finnst það nú líka lágmarks kurteisi að dómarinn leyfi allavega liðum að spila allan uppbótartímann. Hann flautaði af hálfri mínútu áður eða svo. Helvítis nasistinn. Ekki nóg með þetta, heldur var bölvaður krautinn með flautukonsert allan tímann og fyrir vikið var þessi leikur alltaf að stöðvast. Mér finnst nú skemmtilegra þegar dómarar láta leiki halda áfram. Meiri hraði og meira action. En svoleiðis vill Fritz greinilega ekki.Það voru að lokum spagettídrjólarnir frá mafíulandi sem unnu leikinn.Í öðrum fréttum er það helst að niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi benda til þess að tapsárir áhangendur fótboltaliða grípa gjarnan til níðlegra ummæla um kynþátt og uppruna knattspyrnumanna í öðrum liðum og dómurum.Magic spil og tónlist koma von bráðar.
Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning