24.2.2006 | 10:06
Skrítnar draumfarir einu sinni enn
Það á ekkert að linna draumförum mínum. Núna dreymdi mig í nótt að ég hefði sagt starfi mínu hjá ParX lausu og tekið að mér ristjórn Vikunnar. Það er skemmst frá því að segja að ég var mjög lélegur ritstjóri þessa kvennablaðs í draumnum. Ég mætti í vinnuna tvo daga í viku. Skrifstofa Fróða var þannig upp sett að öll tímaritin voru í sama húsnæði. Það vildi svo skemmtilega til að ég mætti í vinnuna á útgáfudegi allra blaðana. Þá var allt í geðveiki og allir að reyna að koma pésunum út. Ég var samt sem áður hinn rólegasti og sagði bara að þetta helvítis kellingablað þyrfti ekkert að koma út oftar en einu sinni í mánuði. Þvílíka ruglið.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning