1.5.2007 | 15:12
Kolbrún Halldórsdóttir dissaði mig
Fulltrúar stjórnmálaflokkana hafa undanfarið verið að kíkja í heimsókn til stærri fyrirtækja. Mitt fyrirtæki, ParX, er með HQ í Nýherjahúsinu, Borgartúni 37. Ekki undarlegt, þar sem við erum dótturfyrirtæki Nýherja. Kolbrún Halldórsdóttir kom í heimsókn í matsalinn gær fyrir hönd vinstri grænna, ásamt einhverri annari konu sem ég veit ekki hvað heitir (Fáfróður, eða?)Jæja, Kolbrún kom að borðinu okkar og ég fór umsvifalaust að tala við hana. Í gegnum tíðina hef ég hvorki verið skoðanabróðir hennar, né venslaður á nokkurn annan hátt á pólitíska kortinu. Við fórum að ræða umhverfismál. Ég tjáði henni þær skoðanir mínar að það væri fásinna að berjast sérstaklega gegn virkjunum og stóriðju á Íslandi. Eins og áður hefur komið fram, þá eru fáar þjóðir jafn umhverfisvænar og Ísland. Ein eða tvær virkjanir í viðbót og svipaður fjöldi verksmiðja hérlendis mun ekki hafa stór áhrif á heiminn á meðan þjóðir eins og Kína og Bandaríkin nota kol, olíu og kjarnorku til að búa til rafmagn fyrir ofurverksmiðjur sínar. Þessar þjóðir hafa beinlínis aukið mengun jafnt og þétt á síðustu árum. Ég spurði Kolbrúnu hvort væri ekki miklu nær að stuðla að hnattrænni umhverfisstefnu og nefndi þar Kyoto bókunina sem dæmi. Merkilegt nokk, hún var sammála mér. Hnattræn umhverfisstefna með markmiðssetningu til framtíðar var mitt innlegg inn í þessa umræðu.Síðan þegar ég ætlaði að fara að tala meira við Kolbrúnu, þá sneri hún sér frá mér og fór að tala við mann á næsta borði. Ég og mínir samstarfsmenn vorum ekki lítið hneykslaðir. Þar sem við vorum allir búnir að ljúka við hádegisverðinn, þá stóðum við bara upp og fórum. Þegar Kolbrún síðan sá okkur fara, þá sagði hún bara "Gangi ykkur vel". Við þökkuðum fyrir það.Kolbrún! Regla nr. 1: Ekki dissa þá sem hafa áhuga á að tala við þig. Örugg leið til að missa atkvæði.Ég hefði kannski átt að segja henni að ég væri í hennar kjördæmi.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning