13.4.2007 | 15:49
Magic spil vikunnar #11 - Börn fræga fólksins
Í síðustu viku var Laddason valinn fyndnasti maður Íslands. Eftir því sem ég hef heyrt, þá hefur val hans verið mjög svo umdeilt, því sögur herma að margir keppendur hafi verið mun fyndnari en hann. Laddason kom síðan fram í Kastljósi og lýsti því yfir að hann vildi ekki vera kallaður sonur hans Ladda, heldur bara Þórhallur. Drengurinn á greinilega margt ólært í bransanum, því yfirlýsingar sem þessar hafa gjarnan þveröfug áhrif.Fyrir nokkrum dögum var Bubbadóttir í slagsmálum í Keiluhöllinni. Ekki nóg með það, heldur voru þessi slagsmál tekin upp á myndband. Bubbadóttir hefur ennþá ekki gefið út neina yfirlýsingu um að hún vilji ekki vera kölluð dóttir hans Bubba, en maður bíður spenntur.Það er spurning hvort Laddason og Bubbadóttir taki ekki Mugison sér til fyrirmyndar. Mugison er listamannsnafn Arnar Elíasar Guðmundssonar og ekki ber á öðru en sá ágæti drengur sé stoltur af faðerni sínu. Nafnið segir allt sem segja þarf, Mugison er sonur hans Muga.Það eru margir sem halda það að Laddason og Bubbadóttir séu saman, en það er ekki rétt.Magic spil vikunnar er Celebrity OffspringTil að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning