Verslunarveikin

Í útvarpinu á leiðinni í vinnuna í morgun heyrði ég einhverja konu vera að tala um tvo nýskilgreinda sjúkdóma, kaupæði og kaupgleði. Konan (spurning hver staðan er á VISA kortinu hennar) staðhæfði að um fíkn gæti verið að ræða og karlar jafnt sem konur geti lent í því að vera með kaupæði. Væri það þó algengara hjá konum.Er þetta nú akkúrat það sem við þurftum? Verið að gera úr því skóna að einn af breyskleikum mannskepnunar, að eyða umfram það sem hún aflar, sé í raun sjúkdómur svipað og spilafíkn og nú síðast framhjáhald. Ég man vel eftir hárgreiðslumanninum framan á Séð og heyrt. Eftir honum voru höfð þau fleygu orð "Lenti í framhjáhaldi". Ég sé þetta alveg fyrir mér að einhver semi-fræg manneskja verði á næstu misserum framan á einhverjum slúðurblaðana, Jónína Jónsdóttir (25) "Lenti í kaupæði".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband