13.2.2007 | 10:50
Eurovision
Lokahnykkurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins er næsta laugardag og er kannski ekki úr vegi að gera sér glaðan dag þá. Mér finnst nú reyndar sum lögin frekar slök, en það er einn rauðhærður eilífðartöffari sem mætir á svæðið og ætlar að taka á þessu. Það er auðvitað enginn annar en Eiríkur Hauksson, sem á þann heiður að hafa verið einn af flytjendum í frumraun Íslands í Eurovision keppninni.Það er verst að ef Eiríkur tekur þetta, þá verður hann að öllum líkindum ekki í skandinavíska Eurovision þættinum (sem ég horfi alltaf á, einhverra hluta vegna).Hvernig er hægt að keppa við svona mikinn töffara? Maður spyr sig.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning