28.12.2006 | 15:09
I'm Spartakus
Það er alveg með ólíkindum hvað mér tekst illa upp með að blogga þessa dagana. Tvisvar hef ég verið búinn að skrifa einhvern hrikalegan texta, en þá kemur upp server error in application. Ekki gott. Til að bæta gráu ofan á svart, þá breytti ég óvart útliti bloggsins og gleymdi að vista css af gamla útlitinu. Það er frábært.Þar sem þetta er fyrsta blogg ársins, þá ætla ég að gera upp síðasta ár í stuttu máli. Síðasta ár var gott fyrir Borat, Youtube, Wikipedia og okkur Þóru. Árið var frekar slæmt fyrir Zinedine Zidane, Saddam Hussein og Guðmund í Byrginu.Best að taka lífinu með ró og pósta tveimur línum sem eru mér ofarlega í huga þessa dagana. Í bbc útvarpsuppfærslu af Hitchhiker's guide to the galaxy er lína sem er sögð og leikin með svo mikilli sannfæringu að það er miklu meira en snilldin ein. Þegar kasta á Arthur Dent og Ford Prefect úr geimskipi Vogonanna, þá kemur eftirfarandi sena:Arthur: You know it's at times like this, when I'm trapped in a Vogon airlock with a man from Betelgeuse and about to die of asphyxiation in deep space, that I really wish I'd listen to what my mother told me when I was young.Ford: Why, what did she tell you?Arthur: I don't know, I didn't listen.Windows Vista kemur í hillurnar 30. janúar. Af því tilefni minnist ég skilaboða sem ég sá einhvern tímann á spjallþræði:They say if you play a Microsoft CD backwards, you hear satanic messages. That's nothing. If you play it forwards, it installs Windows.Ég ætla að hressa betur upp á útlit bloggsins og jafnvel blogga meira í tilefni þess.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning