Fáheyrð en marghlustuð

Sum lög sem maður heyrir í útvarpinu og hljóma stundum undir í kvikmyndum eru þannig úr garði gjörð að fáir í raun og veru vita hvað þau heita og þá enn síður hver flytur þau. Ófá lögin hef ég sjálfur þurft að googla eftir að hafa heyrt þau í mynd eða sjónvarpsþætti, einfaldlega vegna þess að maður er með þau á heilanum.Í hverri viku ætla ég að skella hér á journalinn einu lagi sem flestir ef ekki allir myndu kannast við ef þeir heyrðu það, en myndu hvá við titli og flytjanda. Semsagt - fáheyrð en marghlustuð lög.Það fyrsta er með Booker T. & the MG's og heitir Green Onions. Lag sem eflaust allir hafa hlustað einhverntímann á, en ekki alveg verið með á hreinu hver spilaði. Lögin verða fáanleg til niðurhals hér á vefdagbókinni minni í "Skráar"-hlutanum.Smelltu hér til að hlusta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband