19.2.2007 | 14:12
Gleði gleði og meiri gleði
Þá er ótrúlega mikilli gleðihelgi lokið. Hún byrjaði nú á því að mamma mín, Hrönn Jónsdóttir mætti í borgina til að heimsækja 4/5 af börnunum sínum og sennilega 4/11 af barnabörnunum sínum.Á föstudaginn var smákynning hjá yfirmanni mínum á neyslutrendum heimsins. Það var alveg stórkostlega gaman og spruttu fram mjög hressilegar umræður í kjölfarið yfir nokkrum ísköldum. Mikið agalega er ég ánægður með að starfa með svona gáfuðu og skemmtilegu fólki.Á laugardaginn vorum ég og Þóra gríðarlega afkastamikil. Við fórum í ræktina klukkan 9 um morguninn, versluðum eins og vindurinn í Bónus, þrifum íbúðina, bökuðum bollur og héldum kaffiboð. Gestir voru ekki af lakari endanum, en þar voru saman komin mútter, tengdó, tengda-amma og Skinkfán Helgason (sem á btw afmæli í dag. Til hamingju gamli!!). Undir blálokin mættu svo Helga Tul ásamt dóttur sinni. Heljarinnar geim.En dagurinn var ekki búinn. Einar Hróbjartur og Ágústa kærastan hans komu í heimsókn um kvöldið. Eftir ansi marga drykki og glæstan sigur Eika Hauks héldum við fjögur ásamt Stuðmundi Inga og Þóreyju frænku hans á Nasa, þar sem Paul Oscar hélt uppi stanslausu stuði til klukkan 5 um nóttina.Snilldarhelginni lauk síðan á sunnudaginn með ótrúlega massífum þynnkuhádegisverði á Ruby Tuesday, þar sem kallinn sporðrenndi einu stykki Ultimate Colossal Burger. Um kvöldið bauð mamma síðan í hangilæri í Hafnarfirði.Sumsé, ótrúlega skemmtileg helgi þar sem vinir, ættingjar, Páll Óskar, Eiríkur Hauks og Ljótu Hálfvitarnir héldu uppi gleðinni. Hvað getur maður annað en verið jákvæður eftir svona helgi?
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning