Gleði gleði og meiri gleði

Þá er ótrúlega mikilli gleðihelgi lokið. Hún byrjaði nú á því að mamma mín, Hrönn Jónsdóttir mætti í borgina til að heimsækja 4/5 af börnunum sínum og sennilega 4/11 af barnabörnunum sínum.Á föstudaginn var smákynning hjá yfirmanni mínum á neyslutrendum heimsins. Það var alveg stórkostlega gaman og spruttu fram mjög hressilegar umræður í kjölfarið yfir nokkrum ísköldum. Mikið agalega er ég ánægður með að starfa með svona gáfuðu og skemmtilegu fólki.Á laugardaginn vorum ég og Þóra gríðarlega afkastamikil. Við fórum í ræktina klukkan 9 um morguninn, versluðum eins og vindurinn í Bónus, þrifum íbúðina, bökuðum bollur og héldum kaffiboð. Gestir voru ekki af lakari endanum, en þar voru saman komin mútter, tengdó, tengda-amma og Skinkfán Helgason (sem á btw afmæli í dag. Til hamingju gamli!!). Undir blálokin mættu svo Helga Tul ásamt dóttur sinni. Heljarinnar geim.En dagurinn var ekki búinn. Einar Hróbjartur og Ágústa kærastan hans komu í heimsókn um kvöldið. Eftir ansi marga drykki og glæstan sigur Eika Hauks héldum við fjögur ásamt Stuðmundi Inga og Þóreyju frænku hans á Nasa, þar sem Paul Oscar hélt uppi stanslausu stuði til klukkan 5 um nóttina.Snilldarhelginni lauk síðan á sunnudaginn með ótrúlega massífum þynnkuhádegisverði á Ruby Tuesday, þar sem kallinn sporðrenndi einu stykki Ultimate Colossal Burger. Um kvöldið bauð mamma síðan í hangilæri í Hafnarfirði.Sumsé, ótrúlega skemmtileg helgi þar sem vinir, ættingjar, Páll Óskar, Eiríkur Hauks og Ljótu Hálfvitarnir héldu uppi gleðinni. Hvað getur maður annað en verið jákvæður eftir svona helgi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband