24.5.2007 | 10:11
Úrbætur flokka
Það var kominn tími til að fá smá control á þetta. Ef litið er til flokkana hérna á vinstri spássíu, þá eru fjórir flokkar þar. Nú er ég loksins búinn að virkja þessa flokka. Flokkar þessir eru þægilegir að því leyti sérstaklega að það er hægt að setja eina færslu í marga flokka. Hér er örstutt samantekt á þessum flokkum:Blogg: Allt sem skrifað er í þessa vefdagbók. Líka hin "geysivinsælu" Magic spil vikunnar og Fáheyrðu en marghlustuðu lögin.Excel: Sem og þetta forrit er eiginlega það eina góða við Microsoft Office, þá er ég mikill notandi þess. Ég hef ætlað að pósta nokkrum skemmtilegum lausnum í Excel. Fólk má endilega skrifa mér línu í komment, gestabók, eða senda póst á kelovic hjá gmail.com ef það vill fá einhverjar sérstakar lausnir.Fáheyrð en marghlustuð: Yfirleitt eru þarna lög sem margir/flestir hafa heyrt en ekki alveg vitað hver er flytjandi. Þetta eru svona lög sem maður heyrir annað slagið með öðru eyranu í útvarpi en pælir aldrei í.Magic spil vikunnar: Atburðir líðandi stundar út frá sjónarhóli safnkortaspilsins Magic the gathering.
Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning