10.1.2006 | 14:46
Atomstation
Var að leita að síðunni hjá Atómstöðinni, bandinu hans Óla Rúnars. Fór inn á atomstodin.com og forwardaði síðan inná myspace síðuna þeirra, www.myspace.com/atomstation. Þetta er flott síða hjá þeim með innbyggðum media player. Ég er mjög ánægður með þá. Starlightgirl er auðvitað bara erlenda útgáfan af Stjörnustelpa og This bird has flown er erlenda útgáfan af coveri þeirra af Fuglinn er floginn, sem Utangarðsmenn gerðu svo ódauðlegt um árið. Dramaoverdoze hef ég hins vegar ekki heyrt áður. Kannski er það bara minn missir. Þetta er mjög vel heppnað rokklag og mér líst vel á þessa drengi.Í hnotskurn: Atómstöðin rokkar sullfeitt. Hún fær þann heiður að vera fyrsti Gamma tengillinn minn.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning