Uppátæki fjölmiðla

Í gær varð ég vitni að þremur uppátækjum hjá þremur fjölmiðlum. Ég las nú m.a. fjölmiðlafræði í Háskólanum og það var fjallað um næstum allar hliðar á fjölmiðlum í því ágæta námi. Kannski er það þess vegna sem ég tók sérstaklega eftir þessu í gær.1. Auglýsing með Silvíu NóttUm miðjan daginn í gær heyrði ég auglýsingu með Silvíu Nótt. Þar er hún að segja hlustendum að horfa ekki á þáttinn um sig á Skjá Einum á föstudagskvöldum. Þetta gervirifrildi hennar og Skjás Eins er alveg bráðsniðugt. Það mun á endanum hafa þau áhrif að margir þeirra sem hefðu ekki undir venjulegum kringumstæðum horft á þáttinn um hana, munu gera það eftir að hafa heyrt auglýsinguna. Það skemmir svosem ekki fyrir að á næstunni kemur út breiðskífa með Silvíu Nótt. Eflaust á hún eftir að seljast mjög grimmt. En þetta herbragð er algjör snilld. Frábært uppátæki2. Þaggað niður í Dire StraitsÞað er ekki oft sem ég hlusta á Bylgjuna. Á meðan ég beið í röðinni inn á bílaþvottastöð flakkaði ég milli rása og á Bylgjunni var verið að spila Sultans of Swing með Dire Straits. Algjört meistaraverk. En nei, lagið var ekki einu sinni hálfnað þegar þulirnir fóru að masa eitthvað um að hringja nú í Sigga storm með árnaðaróskir, en hann varð fertugur í gær. Ekki það að ég hafi neitt á móti Sigurði, en útvarpsþulir eiga að þekkja hlustendahóp sinn betur en þetta. Leiðinlegt uppátæki.3. Andri Freyr blekaðurÍ Kastljósi í gær var gerð tilraun. Reyðfirðingurinn og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson var tilraunadýr Kastljóssins. Tilraunin fólst í því að mæla viðbragð Andra í ökuhermi og sjá hvort að áfengi hefði þar einhver áhrif. Í stuttu máli var kallinn orðin gjörsamlega blekaður í lok þáttarins og auðvitað leyndu sér ekki áhrif áfengisins. Boðskapurinn var auðvitað sá að það er ástæða fyrir því að áfengi og akstur eiga ekki saman. Hins vegar var fróðlegt að sjá að eftir 5 bjóra, þá hætti Andri alveg að tala Íslensku. Ég hvet alla til að skoða þennan magnaða sjónvarpsviðburð. Fróðlegt uppátæki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband