Heimsmet í tannviðgerðum og Fáheyrð en marghlustuð #6

Loksins loksins kom að því að maður asnaðist til tannlæknis í þeim erindagjörðum að láta taka úr sér endajaxla. Svoleiðis er að jaxlar þessir eru farnir að valda mér tannverkjum, höfuðverkjum, uppköstum, bakflæði, geðhvörfum, innilokunarkennd og móðursýki.Heimsóknin fór ekki betur en svo að samkvæmt ótrúlega mörgum röntgenmyndum, þá eru rætur annars jaxlsins svo bognar og svo djúpt í holdinu að það þarf að öllum líkindum 5 fíleflda karlmenn, stingsög, rörtöng og iðnaðarbirgðir af deyfilyfjum til að ná honum úr kjaftinum.Fleira merkilegt kom í ljós við þessa skoðun. Í kjafti mínum eru sennilega fleiri tennur skemmdar en óskemmdar. Það er kannski engin tilviljun að þetta eru bara jaxlar sem eru skemmdir. Það vita sjálfssagt allir hvað það er óbærilega leiðinlegt að nota tannþráð milli jaxla innst í munninum.Heimsmet í tannviðgerðum er því í uppsiglingu og hef ég þegar haft samband við Guinnes nefndina.Til að reyna að tengja þetta við fáheyrða en marghlustaða lag vikunnar, þá má kannski segja að tennur mínar verði (vonandi) "a whiter shade of pale" eftir viðgerðirnar (Ég viðurkenni að tengingin er frekar slöpp og húmorinn ennþá verri). Það er einmitt titill lags vikunnar, með Procol Harum, sem kom út 1967. Þetta er sennilega þekktasta FEM lag vikunnar hingað til, en ég veit að það eru margir sem vita ekki hvað þetta lag heitir, en hafa aldrei þorað að spyrja, vegna þess að textinn er svolítið á huldu. Ég meina, hvaða eðlilegi maður man línur eins og...We skipped the light fandangoturned cartwheels 'cross the floorI was feeling kinda seasickbut the crowd called out for moreMaður spyr sig. Ég sé ekki fyrir mér tvo menn standandi við vatnskælinn og annar spyr "Heyrðu, hvað heitir aftur þarna fandango lagið með orgelinu?"Smelltu hér til að hlusta á lagið og hér til að fara á vefsíðu tileinkaða þessu magnaða lagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband