4.4.2007 | 23:22
Endajaxlataka og lag vikunnar
Jæja, þá fór maður í endajaxtatöku í gær. Fór til kjálkaskurðlæknisins Sigurjóns Ólafssonar á Grensásvegi. Verð ég að segja alveg eins og er að ég mæli virkilega með þessum lækni. Alveg frábær læknir og með gott starfsfólk þarna. Þegar maður fær góða heilbrigðisþjónustu, þá er maður ánægður.Þrátt fyrir það er sársaukinn töluverður, enda var um massastóra jaxla að ræða. Það voru sumsé teknir jaxlar í efri og neðri góm hægra megin.Fyrsta myndaalbúm ársins á þessu bloggi hefur litið dagsins ljós og eru þar bólgumyndir af mér og síðan af jaxlinum (sem ég fékk að eiga). Sjá nánar hér.Í þessari viku brýt ég aðeins uppá þetta með lag vikunnar. Lagið þessa vikuna er alls ekki fáheyrt. Ég veit ekki hversu marghlustað það svo sem er í þessum flutningi.Lagið er Þú verður tannlæknir í flutningi Ladda. Mér fannst það bara eiga svo vel við.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning