Enn fleiri atriði sem benda til þess að þú spilir WOW of mikið.

Á dögunum skrifaði ég um 40 atriði sem bentu til þess að maður spili World of Warcraft of mikið. Hér eru 20 til viðbótar.1. Þú sækir um vinnu. Þú veist ekki lögheimilið þitt, en þú manst hvar Hearthstoninn þinn er.2. Þú nennir ekki að tala við yfirmann þinn, því það er ekkert upphrópunarmerki fyrir ofan hann.3. Þú ferð á nauðungaruppboð í leit að sverði.4. Þú pantar á netinu þá hluti sem eru með bláum eða fjólubláum texta.5. Þú ferð mjög oft að dansa uppúr þurru.6. Þú setur á þig kórónu þegar þú ert að vinna með einhverjum.7. Þú öskrar LEEEROOOOOOOY JENKINS uppúr þurru8. Þú setur smáauglýsingu í Fréttablaðið sem hljóðar: WTS [Leather Jacket] 4g msg me.9. Þú setur auglýsingu á Einkamál.is sem hlóðar: LF3M S&M FEMALE PREF10. Þú getur ekki tekið að þér fleiri en 20 verkefni í einu.11. Þú skilur ekkert í því hvers vegna vatnsflöskurnar stackast ekki í íþróttatöskunni.12. Þú ferð út að hlaupa með lyklaborð með þér og ýtir á NumLock.13. Þú sérð tannhjól þegar þú ferð með puttan yfir "ON" takkan á tölvunni.14. Þú gengur um með nál og tvinna.15. Þú rífur upp hakann þegar þú sérð sjaldgæfa bergtegund.16. Þú ferð á saumastofu og biður saumakonurnar að traina þig í tailoring.17. Þú varst með úlfa- og kodokjöt í jólamatinn.18. Þú þarft að migrate-a á nýjan server og sendir tilkynningu um það til Hagstofunnar.19. Þú gafst kærustunni þinni peacebloom á konudaginn.20. Þú ferð inná lonelyplanet.com og leitar að leiðsögubók um Eastern Kingdoms.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband