Breytingar og Roger Waters

Eftir tónleikana með Roger Waters (sem voru snilld btw), þá er ég breyttur maður. Þess vegna ætla ég að gera örlitlar breytingar á blogginu. Taka út þessar leiðinlegu skoðanakannanir og setja prófílinn minn í staðinn. Þennan prófíl gerði ég fyrir löngu síðan, en hef alveg gleymt að troða honum þarna inn. Það er nú ekki verra að fylgi ein ljósblá mynd af mér með. Vonandi fækkar ekki heimsóknum mjög mikið við það.Allavega, Roger Waters var í góðum fíling á tónleikunum. Hápunktarnir voru að mínu mati Us and Them - Any colour you like, The great gig in the sky, Sheep og Time. Shine on you crazy diamond var í styttra lagi fannst mér og hann átti erfitt með að syngja það sá gamli. Gæsahúð kom þó engu að síður. Uppklappið var bara sér kapítuli útaf fyrir sig. Þá tók hann Another brick in the wall og samfleytt Vera - Bring the boys back home - Comfortably numb. Ég var líka sérstaklega ánægður með það að á Dark side of the moon hlutanum var alveg samfleytt keyrsla eftir Money. Það var alveg sturlað. Ég er steinhissa á að Sjónvarpið skyldi ekki taka tónleikana upp. Sándið á þeim var alveg fáránlega gott, það magnaðasta sem ég hef heyrt. Það kom t.d. býsna vel í ljós í On the run. Maður hefur aldrei almennilega fílað þann hluta fyrr en bara núna.Þvílík upplifun. Nú er bara að koma Pink Floyd saman aftur. Ég hringdi í David Gilmour í gær og hann tók vel í það. Þeir voru ekki búnir að spila saman í 20 ár þegar þeir stálu senunni á Live 8 í fyrra. Nú er bara að fylgja því eftir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband