Popplagatextar

Margir misgóðir textar hafa verið ortir við popp- og rokktónlist. Oft tekst mönnum illa til, t.d. í laginu Stjörnuryk með hljómsveitinni Írafár.Hún var bar´að reyna´að sýnaHvað í henni bjóFólkið reyndi, dæmdi, sýndiEn allt að lokum tókstNú flýgur hún háttEn hvernig kemst hún niðurÞað nær engri áttÞað reyndist vera sattAð hún fór upp of hrattOg stundum tekst mönnum hræðilega illa, eins og í laginu Myndir með Skítamóral.Ég horfi á gamlar myndirog tímabil sem gleymast birtast mér í augum þérMér finnst þú vera hjá mérhugmynd þín er friðþæging í endalausri þráÞegar menn hins vegar taka sig passlega hátíðlega, þá er það oft kersknin sem ræður ríkjum og menn fara að gera tilraunir. T.d. í laginu Reykingar með Stuðmönnum.Ég er á skósíðum frakkaþað er fallegt á Stokkseyrarbakkaþú varst sjálfur í eina tíð prakka-ritvél hefur takkahverjum sem það er að þakkaÞarna er Valgeir Guðjónsson á ferð, eftir því sem ég best veit. Þarna gerir hann tvennt mjög skemmtilegt.1. Hann skeytir saman þéttbýlunum Stokkseyri og Eyrarbakka og úr verður Stokkseyrarbakki. Með því er hann að lýsa hug popparans sem ferðast sveitaballa á milli og staðirnir eru í raun hver öðrum líkir.2. Hann skeytir saman orðunum prakkari og ritvél, þ.e. -ri endingin á orðinu prakkari verður byrjunin á orðinu ritvél í næstu línu. Það er kannski ekki mikill boðskapur í ljóðinu, en þetta er fyndið og skemmtilegt. Er það ekki einmitt tilgangurinn með þessu?Þá gerði David nokkur Bowie mjög skemmtilegan hlut í laginu Space Oddity.Ground Control to Major TomYour circuit's dead, there's something wrongCan you hear me, Major Tom?Can you hear me, Major Tom?Can you hear me, Major Tom?Can you....Here am I floating round my tin canFar above the MoonPlanet Earth is blueAnd there's nothing I can do.Þarna notar Bowie tækifærið og lætur orðið hear verða að here í beinum kaflaskiptum úr brú inní vers 2. Þetta er algjör snilld. Svona á að gera texta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband