Tilboðsgerð og áætlanagerð

Í mínu starfi (sem viðskiptaráðgjafi) þarf maður stundum að gera fyrirtækjum tilboð í verkefni. Tilboðunum þarf gjarnan að fylgja einhverskonar verkáætlun, þar sem tímar eru áætlaðir á verkið. Hljómar skynsamlega, ekki satt? Hef ég verið undanfarið að gera tilboð í frekar stórt verkefni, þar sem verkáætlunin er löng. Stóð ég þá sjálfan mig að því að áætla hvað færi langur tími í að áætla tíma á verkið - og það var alls ekki stuttur tími. Þannig að það er alveg spurning hver á að bera kostnaðinn af framkvæmd tímaáætlunar við áætlun tíma á verk. Mér fannst eiginlega að stéttarfélag kontórista ætti að ráðleggja mér um þetta. Það stéttarfélag er ekki til, þannig að ég stofnaði það í dag. Stofnfundur stéttarfélags kontórista ályktaði svo að tímaáætlun framkvæmdar tíma- og verkáætlunar væri ómannúðleg, siðlaus og tilgangslaus.Boðskapur þessarar sögu er: Í stafrófsröð: Enginn.Af hverju ætli þessi bók sé ekki kennd í Guðfræði á Íslandi? (Skoða höfundinn)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband