Trúbb á klúbbnum og Eiðahúmor

Hljóp í skarðið fyrir Hall og var að spila á Klúbbnum með Kalla bróður. Það var ekki svo mikið stuð. Það voru um 10 strákar í salnum og gáfu þeir ekki mikið fyrir frammistöðu okkar bræðra. Kalli var nú með þetta meira á hreinu en ég. Kallinn þarf bara að koma sér í æfingu og spila meira.Ekki mikið /dance.Á leiðinni á Klúbbinn, þá fór ég að rifja upp skringilegann húmor sem var ríkjandi í Menntaskólanum á Eiðum. Þar sat ég á skólabekk fyrsta menntaskólaárið mitt, þ.e. veturinn 96-97. Húmorinn var á frekar lágu plani, fimmaurar, kúkur og piss. Enda subject sem er alltaf fyndið. Nokkur dæmi fylgja hér.Það var einu sinni maður sem hét Fjörður. Hann hélt partý heima hjá sér. Ægilegt stuð og mættu þar æði margir á staðinn. Fjörður átti peningaveski sem hét Turner. Síðan týndi hann því. Hann lækkaði í græjunum og kom með eftirfarandi tilkynningu "Ég er búinn að týna Turner".Í partýinu var staddur vinur hans Fjarðar sem gat ekki sagt bókstafinn V. Hann fann veskið, fór til fjarðar og spurði "Átt þú þetta Eskifjörður?".Í partýinu voru tvær frekar reiðar stelpur. Vinur hans Fjarðar spurði hann "Af hverju eru þær svona Reyðarfjörður?"Ólæti voru í partýinu. Hávaðinn truflaði svefn fólks í nágrenninu. Lögreglan kom og leysti upp partýið. Fjölmiðlarnir fylgdu í kjölfarið og spurðu Fjörð um tildrög heimsóknar lögreglunnar og Fjörður var í fréttunum. En á hvaða Stöðvarfjörður?Það var einu sinni kona sem hét Stra. Hún átti son sem hét Lía. Maður sem nýfluttur var í bæinn spurði "Ástralía?"./lolEða kannski meira /cry.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband