Magic spil vikunnar #8

Einmitt það. Nú þegar korter er í kosningar, þá á auðvitað að þröngva alls kyns frumvörpum í gegn. Þetta auðlindafrumvarp var nú eiginlega orðið þreytt áður en það var lagt fram. Ég vona auðvitað innilega að jafnréttisfrumvarpið gangi ekki í gegn. Ekki það að ég sé eitthvað á móti jafnrétti kynjanna, síður en svo. Ég vil bara ekki láta einhverri launanefnd á vegum ríkisins í té bæði framkvæmdavald og dómsvald. Samkvæmt frumvarpinu, þá getur þessi launanefnd farið inn í fyrirtæki og krafist þess að laun séu gefin upp, ellegar sæti fyrirtækið fjársektum, sem ekki er hægt að áfrýja. Algjörlega ólýðræðislegt frumvarp í eðli sínu. Það hlýtur að vera hægt að ná fram jafnrétti kynjanna á einhvern annan hátt. Ég vona það a.m.k.Af því það er nú Austfirðingaball á morgun á Players, þá ákvað ég nú að skella inn einu magic spili, sem tengis mjög mikið Austfirðingi ársins. Magic spil vikunnar er Rock Star Supernova.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband