9.5.2006 | 14:29
Sveitastjórnarkosningar á Djúpavogi
Listarnir í minni heimabyggð, Djúpavogshreppi.N-Nýlistinn 1. Andrés Skúlason, Borgarland 15, forstöðumaður 2. Albert Jensson, Kápugil, kennari 3. Tryggvi Gunnlaugsson, Hlíð 2, útgerðarmaður 4. Sigurður Ágúst Jónsson, Borgarland 14, sjómaður 5. Þórdís Sigurðardóttir, Borgarland 26, leikskólastjóri 6. Sóley Dögg Birgisdóttir, Hamrar 12, umboðsmaður VÍS 7. Bryndís Reynisdóttir, Hlíð 13, nemi 8. Claudía Trinindad Gomez Vides, Vogaland 1, verkakona 9. Hafliði Sævarsson, Eiríksstaðir, bóndi 10. Elísabet Guðmundsdóttir, Steinar 15, bókariL-Framtíðarlistinn 1. Guðmundur Valur Gunnarsson, Lindarbrekka, bóndi 2. Brynjólfur Einarsson, Brekka 5, laxeldismaður 3. Særún Björg Jónsdóttir, Borgarland 22a, afgreiðslustúlka 4. Bjarney Birgitta Ríkarðsdóttir, Varða 19, stuðningsfulltrúi 5. Guðmundur Kristinsson, Þvottá, bóndi 6. Klara Bjarnadóttir, Borgarland 12, afgreiðslukona 7. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Steinar 9, forstöðukona 8. Stefán Þór Kjartansson, Hlíð 15, stýrimaður 9. Ragnar Eiðsson, Bragðavellir, bóndi 10. Njáll Reynisson, Hlíð 13, nemiLítill fugl hvíslaði því að mér að Björn Hafþór Guðmundsson, hinn ágæti núverandi sveitastjóri myndi ekki gefa kost á sér áfram sem sveitastjóri. Þykir mér það miður, enda góður drengur þar á ferð. Það er spurning hvað gerist, hvort að Valur á Lindarbrekku og Andrés Skúla berjist þarna um sveitastjórasætið. Ég á nú síður von á því. Það væri samt gaman ef annar hvor þeirra gæfi út þá yfirlýsingu að sókn þeirra væri að embættinu.Djúpivogur er frekar lítið bæjarfélag. Íbúafjöldi í hreppnum var 458 í desember síðastliðnum og virðist heldur vera að fækka þar á bæ. Listarnir tveir bera svolítinn vott um það. Við skulum skoða aðeins venslin þarna á milli.-N4: Sigurður Ágúst Jónsson og L3: Særún Björg Jónsdóttir eru systkini.-N7: Bryndís Reynisdóttir og L10: Njáll Reynisson eru systkini. Ekki nóg með það, heldur eru þau tveir liðir í þríburum.Svona mætti telja áfram. Það er eitthvað um mága, svila og mikil vensl fólks á milli. Þetta er eins og á Sturlungaöld. Bræður og mágar börðust fylkinga á milli. Á báðum listunum eru reynsluboltar í bransanum, en þess á milli grænjaxlar.Ég man það vel að árið 2001 lofaði ég Má Karlssyni og Ágústi Bogasyni að koma einn daginn og taka mér sæti á sveitastjórastólnum. Þeir sögðu mér að ég gæti treyst á atkvæði þeirra, enda voru þar flokksbræður á ferð á landsvísu. Kannski maður fari eftir 4 ár og taki þetta með stæl.Sveitastjórnarkosningar snúast yfirleitt um fólk en ekki flokka og er Djúpivogur engin undantekning. Ég er viss um að þessir flokkar eru keimlíkir í stefnumálum sínum. Ég hefði persónulega viljað sjá Bigga innheimtufulltrúa/tæknistjóra þarna og Kristján Ingimarsson. Sóley Dögg mætti einnig vera ofar á þessum lista. Guðmundur á Þvottá á einnig að sjálfssögðu að vera efstur á listanum, með fullri virðingu fyrir Val á Lindarbrekku.Mitt atkvæði myndi sennilega fá Andrés Skúlason. Þó ég sé ekki alltaf sammála honum og þó það sé stundum rembingur í kallinum, þá er áhugi hans, eldmóður, reynsla, dugnaður og kraftur honum mikið til framdráttar. Hann er líka Borgfirðingur. Það segir meira en mörg orðin. Ég ætla að biðja hann um að muna orð mín þegar við hjá ParX förum að selja Djúpavogshreppi þjónustu okkar. Nei, annars. Útsvarspróstentan þarf að vera hærri ;).
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning