MEDION - Drasl á öllum vígstöðvum

Árið 2004 fékk ég að gjöf 19" MEDION CRT skjá. Skjár þessi var keyptur í BT. Rúmum tveimur árum síðar er skjárinn ónýtur. ÓNÝTUR - eftir tvö ár. Misskiljið mig ekki - þessi skjár var mjög góður og skilaði mjög fallegri mynd. En ónýtur rúmum tveimur árum síðar og ábyrgðin á skjánum er bara tvö ár. Maður skyldi ætla að það væri verksmiðjuábyrgð á skjám allavega í 3 ár. En nei, það er BT ábyrgð á öllum raftækjum frá þeim í tvö ár. Mér þótti vænt um þennan skjá, því hann var flottur (miðað við CRT skjá) og skilaði eins og áður sagði fínustu mynd. Ég vissi reyndar alltaf að MEDION tölvurnar væru beyond crap. Það er talað um að þetta séu mest seldu tölvurnar í Þýskalandi. Ástæðan er sú að þær eru seldar í lágvöruverslunum þar í landi. Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur verið mjög mikið undanfarin misseri og ætti því engan að undra þó Þjóðverjar tími ekki að kaupa alvöru tölvur.Í fávisku minni gerði ég þó ráð fyrir að jaðartæki eins og skjáir væru skárri og jafnvel brúklegir í nokkur ár. Flestir CRT skjáir endast í einhver 5-6 ár áður en myndin dökknar og verður óskýr. Nú er það alveg ákveðið að MEDION sé drasl á öllum vígstöðvum. Ekki bætti það mikið úr skák hvernig þjónustuver BT tók á málunum. Fyrir utan það að þurfa að bíða í 27 mínútur eftir svari, þá var starfsmaður þjónustuvers álíka hjálplegur og Cheerios pakki. Þó ældi hann því út úr sér að BT væri ekki einu sinni með verkstæði. Hmm, merkilegt. Það er ekki einu sinni hægt að fá gert við draslið sem þeir selja manni.Í hnotskurn: Ekki kaupa undir neinum kringumstæðum nokkurn hlut sem á stendur MEDION. Það má vel vera að Toshiba tölvurnar frá BT séu skárri, en MEDION er hreinasta þjáning.Nú er það bara spurning um að kaupa sér þennan skjá og hætta þessu kjaftæði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband