28.3.2007 | 11:20
Alveg stórfurðulegur draumur
Stundum dreymir mig þannig drauma að ég verð eiginlega að leggja þá hér inn á vefdagbókina. Þá er ég ekki að óska eftir kommenti, heldur eingöngu til að ég muni þá sjálfur og hvernig aðrir túlki þá.Draumurinn var svona:Ég var staddur heima hjá mér að pakka niður í ferðatösku. Ég var að fara í eitthvað advanced bootcamp/herþjálfunarnámskeið á Dalvík af öllum stöðum. Það skal athuga að ég hef hvorki farið í bootcamp né herþjálfun, svo þetta er mjög undarlegt. Þóra skutlaði mér síðan á BSÍ og þaðan tók ég rútu á Dalvík. Hún kvaddi mig eins og ég væri að fara frá henni í mörg ár, en svo virtist samt sem hún hafi ýtt mér út í þetta.Þegar á Dalvík var komið, þá var farið að húma að. Á Dalvík hitti ég fyrir Einar Hróbjart, Ásgeir Ævar og Róbert Jóhanns. Þeir voru þá einmitt staddir á Dalvík, en ekki á námskeiðinu. Þeir voru að keppa í fótbolta með K.A. frá Akureyri um kvöldið. Ég gat ekki horft á leikinn, heldur þurfti ég að mæta á sérstakan fund vegna Bootcamp námskeiðsins. Fundurinn var nú ekki merkilegri en svo að þetta var sumsé eitthvað sérstakt "óhollustukvöld fyrir átökin". Mjög sérstakt.Síðar um kvöldið fór ég á röltið með einhverju fólki úr námskeiðinu. Við ætluðum að kíkja aðeins á æfingasalinn, en hann var eðlilega lokaður og læstur. En við urðum vör við einhverjar mannaferðir þarna inni. Er við kíktum á gluggan, þá sáum við að þarna voru Páll Magnússon, Útvarpsstjóri og Inga Lind úr Íslandi í dag ásamt einhverju fólki úr Nýherja sem ég veit ekki hvað heitir. Ekki gat ég betur séð en að Páll Magnússon væri að hafa mök við Ingu Lind og að fólkið úr Nýherja væri að taka ahtöfnina upp á myndband.Það er spurning hvort þessi draumur þýði eitthvað. Það eru þrír möguleikar í stöðunni.1. Ég er fársjúkur maður á geði.2. Inga Lind Karlsdóttir hefur störf á RÚV innan skamms3. Dalvíska kvikmyndasamsteypan gefur á árinu út myndina Útvarpsstjórinn og samkeppnisaðilinn - Erótísk spennumynd.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning