Samgöngur, góðakstur og viðhorf

Alveg er ég búinn að fá mig fullsaddann af umræðunni um umferðarslys. Samkvæmt slysaskýrslu Umferðarstofu lést 31 í 28 bílslysum í fyrra. Í 13 tilfellum var of mikill hraði orsök slyssins og þar af var í 10 tilfellum um ofsaakstur að ræða.Ölvunarakstur var orsökin fyrir 10 dauðsföllum í fyrra.Þetta eru hræðilegar staðreyndir.Fólk á það til að tengja fjölda slysa við ófullnægjandi samgöngur. Talað er um að tvöfalda eina brautina, fjórfalda aðra og setja vegrið á þá þriðju. Undirskrifarlistar ganga manna á milli og allnokkrir pára nöfn sín þar á og jafnvel kennitölu. Þetta þoli ég ekki. Halda menn virkilega að góðir vegir komi í veg fyrir ofsaakstur og ölvunarakstur?Einhverju sinni á síðasta ári kom eitthvað æði yfir landann, þar sem hann sagði STOPP og ætlaði aldeilis að haga sér vel í umferðinni. Ég veit að heimskur hreykir sér hátt, en frá því að STOPPIÐ var í umræðunni hef ég keyrt á löglegum hraða á öllum vegum landsins. Ekkert hef ég hlotið þakklæti fyrir ef undanskilin er óskeind skítaboran frá bílstjórum sem finnst ég keyra "of hægt".Best væri ef bílstjórar tækju mið af samgöngum hér á landi og keyrðu á skikkanlegum hraða. Hér á landi eru vegirnir bara ekki góðir. Lausnin á þeim vanda er ekki að reyna að setja hraðamet.Lausn stjórnvalda er yfirleitt fólgin í því að auka eftirlit, hækka sektir og refsingar, svo ég minnist nú ekki á áróðurinn.Þá er mér spurn, af hverju er aldrei hægt að verðlauna í þessu landi. Hvers vegna get ég ekki sótt um ökurita í bílinn minn og fengið lækkuð bifreiða- og eða tryggingariðjöld fyrir góðakstur? Þessi tækni er til staðar, en það hefur hingað til enginn sýnt frumkvæði í þessa átt.Ég skora á stjórnvöld og/eða tryggingafélög að prófa þetta. Hver veit nema að þetta sé í bígerð? Vonandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband