Magnavaka

Það verður Magnavaka í kvöld í tilefni af úrslitaþættinum. Reyndar er ég ekki alveg klár á fyrirkomulagi úrslitaþáttarins. Kannski verður hluti af henni á morgun. Heyrði aðeins í Haffa í gær. Sá ágæti sveitungur Magna og fyrrverandi hljómsveitarfélagi tjáði mér að hann hefði látið Skjá 1 fá gamlar myndbandsupptökur af Shape. Það verður eflaust hressandi og skemmtilegt. Ég held að úrslitaþátturinn á morgun verði síðan tvöfaldur, þ.e. þegar áhorfendur eru búnir að kjósa einn eða tvo í burtu, þá haldi þátturinn áfram og Supernova velur síðan söngvara fyrir bandið sitt.Það er líka gaman að minnast á það að ég heyrði nokkur lög með Shape í ræktinni um daginn. Kannski heimsfrægðin banki á dyrnar hjá Shape.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband