Lag vikunnar með Guiro

Mér hefur verið nokkuð hugleikið ákveðið hljóðfæri uppá síðkastið. Það er hljóðfæri sem nefnist Guiro. Ég veit ekki hver opinbera Íslenska þýðingin er á þessu hljóðfæri, en stundum hefur þetta verið kallað brestabretti. Hljóðfærið er holt að innan og hrufótt að utan. Til að leika á það er lítill tréstautur dreginn eftir hrufunum og myndast þannig skraphljóð. Þegar ég var lítill, þá hélt ég alltaf að verið væri að spila á greiðu.Þetta hljóðfæri er t.d. notað í Lagi vikunnar, en það er Oye como va með gítarsnillingnum Santana. Lag sem allir hafa heyrt, en fáir hafa kannski gert sér grein fyrir mikilvægi guiro hljóðfærisins í laginu. Hlustið vel á Guiro tilþrifin.Smelltu hér til að hlusta á Oye como va.Shit hvað það er kviknað í niðri í miðbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband