6.2.2007 | 15:57
Árshátíð og Wikiquote
Fór á Árshátíð STAFN um helgina ásamt frúnni. STAFN er sumsé Starfsmannafélag Nýherja og dótturfélaga, þ.e. ParX, AppliCon, Símdex og fleiri góðra.Maturinn var góður, Logi Bergmann veislustjóri fór á kostum, myndband árshátíðarnefndar var áhugavert og Jónsi var í ermum. Ég man mjög lítið eftir ballinu. Alveg óskylt því, þá er það hættulegt þegar þjónarnir fylla stöðugt í glösin.Það er alltaf gaman að Wikipedia alfræðiorðabókinni á Netinu og undirsíðum hennar. T.d. Wikiquote, þar sem safnað er saman skemmtilegum tilvitnunum. Ég mæli með íslenskum Wikiquote tilvitnunum. Það eru ekki komnar margar, en þær eru stórkostlegar.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning