Árshátíð og Wikiquote

Fór á Árshátíð STAFN um helgina ásamt frúnni. STAFN er sumsé Starfsmannafélag Nýherja og dótturfélaga, þ.e. ParX, AppliCon, Símdex og fleiri góðra.Maturinn var góður, Logi Bergmann veislustjóri fór á kostum, myndband árshátíðarnefndar var áhugavert og Jónsi var í ermum. Ég man mjög lítið eftir ballinu. Alveg óskylt því, þá er það hættulegt þegar þjónarnir fylla stöðugt í glösin.Það er alltaf gaman að Wikipedia alfræðiorðabókinni á Netinu og undirsíðum hennar. T.d. Wikiquote, þar sem safnað er saman skemmtilegum tilvitnunum. Ég mæli með íslenskum Wikiquote tilvitnunum. Það eru ekki komnar margar, en þær eru stórkostlegar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband