2.8.2006 | 14:33
Rockstar: Supernova
Eins og flestum er kunnugt, þá er Borgfirðingurinn og gamli menntaskólafélaginn Magni Ásgeirsson að meika það feitt í Rockstar: Supernova. Síðustu nótt söng hann lagið Clocks með Coldplay. Kannski svolítið soft lag, en hann skilaði því vel. Drengurinn er að mínu mati kandídat í efstu 5 sætin a.m.k. Þeim sætum held ég að Dilana, Storm, Toby og Lukas deili með honum. Það eina sem er slæmt við framgöngu Magna er að ég óttast það að maður fái ekki lengur frímiða á böll með Á móti sól.Ég vildi gjarnan sjá einhver Pearl Jam lög í lagalistunum. Það er t.d. alltaf eitt Nirvana lag og af hverju ekki Pearl Jam? Eða meira Stone Temple Pilots og Foo fighters. Það er akkúrat svoleiðis sem ég sé Magna fyrir mér vera að syngja.Það er ákveðinn galli við að Gilby Clark og Jason Newsted séu í bandinu. Lög með þeirra sveitum eru auðvitað aldrei í boði í lagavalinu. Það væri frekar ósanngjarnt. Það sýgur frekar sverann, því flestallir rokkarar hafa gaman að GNR og Metallica.Rockstar er algjörlega málið, Idol er rusl. Áhorfstölur á Idol hafa hrapað um allan heim, að mér skilst. Idol: stjörnuleit verður t.a.m. ekki á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Því miður er einhver annar svipaður rusl-þáttur að fara í loftið í staðinn.Áfram Magni.Pæling: Af hverju er það alltaf þannig að þegar einhver keppandi er frá Íslandi í einhverri keppni, þá er hann samstundis kallaður The Iceman?
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning