21.3.2007 | 13:05
Fáheyrð en marghlustuð #8
AlohaEins og Steinn Steinarr orðaði það:Kvenmannslaus í kulda og trekkihúki ég volandi.Þetta er ekki, ekki, ekki,ekki þolandi.Kvenmannslaus hef ég verið frá því á sunnudaginn síðasta og verð fram á næsta sunnudag. Þóra brá sér út fyrir landsteinana með Helgu frænku sinni. Haft er eftir heimildarmönnum neytendasamtakanna að þær frænkur séu líklegar til að gefa hugtakinu "Að versla eins og vindurinn" nýja merkingu. Kallinn er því aleinn í kotinu, en búskapurinn ennþá með nokkrum sóma. Allir sem vilja koma í heimsókn mega gjarnan gera það.Fáheyrða en marghlustaða lag vikunnar er lag sem ég fullyrði að allir Íslendingar sem hafa sjónvarp heima hjá sér hafa einhverntímann hlustað á. Þetta er auglýsingastefið úr auglýsingu Símanns um Dæluna. Mjög skemmtilegar auglýsingar, þar sem fylgst er með hópi einhverra nörda og uppátækjum þeirra.Stefið sem leikið er í auglýsingunni er viðlag tónverksins Fascination með hljómsveitinni Human League. Human League gerði garðinn frægann á árum áður með lögum á borð við Don't you want me og Obsession.Smelltu hér til að hlusta á lagið.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning