16.2.2006 | 09:54
Fyrsta bisnessferðin
Er í Danmörku í minni fyrstu plebba-bisness-ferð. Það er stuð. Er á jakkafötunum að babla á ensku setningar eins og "Our challenge is to authoritatively leverage existing performance based opportunities so that we may globally engineer parallel services because that is what the customer expects". Vorum á stanslausum fundum í gær. Komst í 2 verslanir áður en allt lokaði. Greip bara einhverjar vörur. Forvitnilegt að sjá hvað það verður. Tókst ekki að kaupa nein eiturlyf. Fór samt í verslunarkeðjuna Fötex og spurði "Har du narkotikker?". Stúlkan svaraði "Nej, det har jeg ikke for noget". Það þýðir á íslensku "Áttu eitthvað kex?". "Nei, við lánum ekki símann". Einhverjir samskiptaörðugleikar. Ég hitti Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra. Hann var í stuði. Hitti líka Kim Larsen og Olsen bræðurna. Þeir voru ekki í jafn miklu stuði. Borðaði í morgunmat rödgröd með flöde og leverpostej. Það var ógeðslegt. Geta baunarnir ekki aulast til að gera alvörumat eins og skyr? Sennilega ekki, enda eru þeir ekki nálægt því jafn fit og við Íslendingar. Kem aftur heim í kvöld. Er að skrifa þetta með miklu hraði í kaffihléinu. Kaffið í IBM blokk 4 í Lyngby bragðast eins og sóttdauð, rotnuð rotta, marineruð í hýenuælu. Kaffivélin heitir líka Opus Ho.
BTW, ég er ekki búinn að óska neinum Dana til hamingju með árangurinn á HM í handbolta. Ég gaf þó út þá yfirlýsingu í gær að ég ætlaði að gefa Dönum 0 stig í Eurovision. Það var flestum sama um það. Best að fá sér kaffi.
BTW, ég er ekki búinn að óska neinum Dana til hamingju með árangurinn á HM í handbolta. Ég gaf þó út þá yfirlýsingu í gær að ég ætlaði að gefa Dönum 0 stig í Eurovision. Það var flestum sama um það. Best að fá sér kaffi.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning